Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýjar áskoranir á nýju ári
Mynd / HKr.
Skoðun 16. desember 2021

Nýjar áskoranir á nýju ári

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Ágæti lesandi, nú líður að áramótum og er vert að fara yfir liðið ár og hvar við erum stödd á vegferð nýrra Bændasamtaka Íslands. Í byrjun þessa árs fór Sigurður Eyþórsson til nýrra starfa hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þá hófst leit að nýjum framkvæmdastjóra fyrir samtökin en samið var við Oddnýju Steinu Valsdóttur um að sinna starfinu þar til nýr starfsmaður tæki til starfa. Eftir nokkur viðtöl við einstaklinga var niðurstaðan sú að ráða Vigdísi Häsler Stefánsdóttur til starfans og tók hún við stöðu framkvæmdastjóra í febrúar á þessu ári.

Fyrsta verkefni stjórnar var að formgera sameiningu búgreinafélaganna í Bænda­samtökin þar sem fyrir lá að afgreiða þyrfti málið á Búnaðarþingi í mars. Það er skemmst frá því að segja að á því Búnaðarþingi var tillagan samþykkt að öll félögin myndu sameinast Bændasamtökunum með fyrirvara um samþykkt aðalfunda viðkomandi búgreina. Á aukabúnaðarþingi þann 10. júní var síðan endanlega staðfest sameiningin, að undanskildu Félagi hrossabænda sem frestaði til hausts og hafa staðfest aðkomu sína að Bí og svo Æðarræktarfélag Íslands en þeirra aðalfundi hefur verið frestað og ekki komið ný dagsetning þar sem Covid-19 hefur sett strik í reikninginn.

Ég vil þakka öllum þeim sem komu að þessu mikla og mikilvæga verkefni fyrir einhug og samstarf í að láta þetta raungerast og ekki síður bændum fyrir samstöðuna í þessu mikilvæga hagsmunamáli bænda til framtíðar. Verkefni næstu mánaða og missera er að fínpússa sameininguna þannig að sameinuð samtök vinni betur að hag allra bænda.
Heimsfaraldur hefur haft ýmis áhrif

Verulegur tími hefur farið í að fá skráningar bænda inn í Bændatorgið þannig að allir félagsmenn aðildarfélaganna skili sér inn í sameinuð samtök. Fundarherferð var farin í október þar sem við kynntum áherslur okkar til framtíðar en því miður urðum við að fresta hluta fundanna vegna veðurs og svo Covid. Það er von okkar að halda fundarherferð áfram á nýju ári þegar vonandi Covid linnir.

Unnið er að stefnumótun fyrir Bændasamtök Íslands sem lögð verður fyrir búgreinaþing sem fyrirhugað er að verði haldið 3. og 4. mars næstkomandi. Mikilvægt er fyrir stjórn að hafa stefnu Bændasamtakanna til framtíðar sem leiðarljós, en fyrirhugað er að halda Búnaðarþing þann 30. mars til 1. apríl 2022.

Stjórn hefur hist reglulega á þessu ári og eru stjórnarfundir orðnir 26 en við reynum að halda fundi á 14 daga fresti þar sem mjög mörg mál þurfa úrlausnar með skjótum hætti. Ég vil þakka stjórninni fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og ekki síður samstöðuna þar sem hingað til hefur ekki þurft að koma til atkvæðagreiðslu um mál heldur höfum við náð að tala einum rómi fyrir bændur á Íslandi í heild sinni.

Viðræður um sölu á Hótel Sögu

Ekki er hægt að rita létt yfirlit yfir starfsemina án þess að minnast á Hótel Sögu. Þegar þetta er ritað eru viðræður í gangi við fjármálaráðuneytið um hugsanleg kaup á húsinu fyrir Háskóla Íslands. Ýmis tæknileg atriði þarfnast úrlausnar áður en skrifað verður undir kaupsamning en viðræður eru í gangi og er það von mín að þeim ljúki fyrir jól. En verulegur tími hefur farið í viðræður við ýmsa áhugasama fjárfesta um kaup og leigu, þetta hefur tekið talsverðan tíma af öðrum störfum en við höfum haft til ráðgjafar Sigurð Kára Kristjánsson í þessu verkefni og færi ég honum bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf fyrir okkar hönd í þessu máli.

Ég vil að lokum þakka öllu starfsfólki Bændasamtakanna fyrir frábært samtarf á árinu sem er að líða og óska öllum, ekki síður lesendum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og hlakka til að takast á við nýjar áskoranir á nýju ári.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.