Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýir starfsmenn hjá Bændasamtökunum
Fréttir 6. janúar 2022

Nýir starfsmenn hjá Bændasamtökunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tveir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til Bændasamtakanna, annars vegar Guðrún Björg Egilsdóttir, sérfræðingur á sviði búgreinadeildar, sem hefur hafið störf og hins vegar Valur Klemensson, sérfræðingur í umhverfismálum, sem mun hefja störf í febrúar.

Guðrún Björg Egilsdóttir mun sinna nautgriparæktinni á sviði búgreinadeildar. Guðrún Björg lauk nýverið meistaranámi í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands en áður bakkalárgráðu í líffræði við Háskóla Íslands. Hún er fædd og uppalin á Daufá í Skagafirði en þar er stundaður kúabúskapur, þekkir hún því búgreinina vel.

Valur Klemensson kemur inn sem nýr sérfræðingur í umhverfismálum. Hann er með B.Sc. gráðu frá Landbúnaðarháskóla Íslands í Umhverfisskipulagi og mastersgráðu frá Tækniháskólanum í München í Sjálfbærri auðlindanýtingu.

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...

Þarft að fara í saumana á styrkjakerfinu
Fréttir 25. mars 2024

Þarft að fara í saumana á styrkjakerfinu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, sagði á setn...

Skortur á gögnum til að fullreikna kolefnisspor
Fréttir 25. mars 2024

Skortur á gögnum til að fullreikna kolefnisspor

Í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir matvælaráðuneytið, um mat á kolefnisspori ...

Besta afkoma frá stofnun félagsins
Fréttir 22. mars 2024

Besta afkoma frá stofnun félagsins

Árið 2023 skilaði Sláturfélag Suðurlands bestu afkomu frá stofnun þess. Íslenskt...

Heimild til samstarfs
Fréttir 21. mars 2024

Heimild til samstarfs

Frumvarp um breytingu á búvörulögum er komið til umræðu á Alþingi úr atvinnuvega...