Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands.
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 1. apríl 2022

Ný stjórn Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mikil nýliðun varð á stjórn Bændasamtaka Íslands sem var kjörinn á Búnaðarþingi í dag.

Herdís Magna Gunnarsdóttir, Egilsstöðum, Jón Örn Ólafsson á Nýjabæ, Reynir Þór Jónsson á Hurðabaki og Trausti Hjálmarsson , Austurhlíð komu ný inn í aðalstjórn.

Halldóra Kristín Hauksdóttir, Sveinbjarnagerði í Svalbarðshreppi og Halla Eiríksdóttir, Hákonarstöðum á Jökuldal, voru endurkjörnar í aðalstjórn.

Oddný Steina Valsdóttir og Hermann Ingi Gunnarsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Fyrir þingið hafði Gunnar Þorgeirsson verið endurkjörinn formaður Bændasamtakanna til næstu tveggja ára.

Við sameiningu búgreinafélaga og Bændasamtakana á síðasta ári var ákveðið að fjölga um tvo í stjórn BÍ. Við það fjölgaði varastjórnarmönnum úr fimm í sjö.

Í varastjórn voru kosin Guðmundur Svavarsson, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Bessi Freyr Vésteinsson, Haukur Marteinsson, Sigríður Ólafsdóttir, Jón Helgi Helgason og Sigurður Þór Guðmundsson.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...