Auka-búnaðarþingið var rafrænt að þessu sinni.
Auka-búnaðarþingið var rafrænt að þessu sinni.
Mynd / TB
Fréttir 10. júní 2021

Ný heildarsamtök allra bænda

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Rafrænt Auka-búnaðarþing var sett í morgun á fjarfundarbúnaðinum Teams og slitið rétt fyrir hádegi. Aðalmál þingsins var að ganga frá nýjum samþykktum og tillögum um nýtt félagskerfi Bændasamtakanna vegna sameiningar þeirra við búgreinafélög. Málið var samþykkt og mun nýtt skipulag samtakanna líta dagsins ljós 1. júlí.

Í upphafi þingsins gaf Gunnar Þorgeirsson skýrslu um starfsemi samtakanna síðustu mánuði þar sem hann fór m.a. yfir undirbúning sameiningarinnar, fundaferð um landið í tengslum við umræðuskjal um landbúnaðarstefnu, viðræður við stjórnvöld vegna tollamála og samkomulag um nýtt búvörumerki. Þá greindi Gunnar frá stöðu Hótel Sögu ehf. og Bændahallarinnar ehf. þar sem umræður eru í gangi við lánardrottna og mögulega kaupendur. Málið væri á viðkvæmu stigi en frétta yrði að vænta á allra næstu vikum.

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, sagði frá vinnu um stefnumörkun Bændasamtaka Íslands sem er á byrjunarstigi. Sagði hún að það verkefni yrði tekið föstum tökum í góðu samstarfi við tengiliði búgreina. Ný stefna verði síðan tekin til umfjöllunar á Búnaðarþingi 2022.

Núverandi fimm manna stjórn situr fram að næsta Búnaðarþingi

Gunnar Þorgeirsson lagði fram tillögu að nýjum samþykktum BÍ. Þar er að finna ákvæði til bráðabirgða, m.a. um að núverandi fimm manna stjórn sitji fram að næsta Búnaðarþingi þegar sjö manna stjórn verður kjörin. Við sameiningu búgreinafélaga við BÍ verða stjórnir viðkomandi félaga sjálfkjörnar sem stjórnir búgreinadeilda innan samtakanna.

Félagsgjöld verða óbreytt

Nokkrar umræður sköpuðust um fjármögnun sameinaðra samtaka. Axel Sæland, formaður Sambands garðyrkjubænda, lagði fram tillögu um hækkun á gólfi félagsgjalda í 50 þúsund krónur og að þak verði sett við 300 milljón króna veltumark. Sigríður Jónsdóttir benti á að raunveruleikinn væri sá, víða til sveita, að atvinnuástand væri þannig að bændur hefðu ekki kost á aukavinnu með búskapnum og gætu ekki greitt hærra félagsgjald. Tekjur væru ekki háar og það mætti ekki hækka gjöld á tekjulága. Nokkrir fulltrúar sögðu það sitt álit að það ætti ekki að breyta gjaldskránni núna þar sem búið væri að kynna hana í aðildarfélögum. Niðurstaðan var sú að þingforsetar lögðu til að breytingatillögu við félagsgjöld yrði vísað til stjórnar sem taki hana til skoðunar og leggi fram á Búnaðarþingi 2022.

Uppstillingarnefnd gerir tillögu að sjö manna stjórn

Kosið var í uppstillingarnefnd en tafðist fundurinn af þeim sökum vegna tæknilegra úrlausnarefna. Uppstillingarnefndin mun hafa þann tilgang að leggja fram tillögur um sjö manna stjórn sameinaðra Bændasamtaka sem síðan verður kosið um á Búnaðarþingi 2022. Aðalmenn voru kjörnir Hrafnhildur Baldursdóttir, Bessi Freyr Vésteinsson og Birgir H. Arason. Varamenn eru þeir Axel Sæland og Guðmundur Bjarnason.

„Til hamingju með að feta veginn sameinaðir“

Formaður Bændasamtakanna þakkaði að lokum þingfulltrúum og starfsfólki þingsins fyrir vel unnin störf. „Til hamingju bændur með að halda áfram að feta veginn sameinaðir. Nú er að fá alla til að vera með í félaginu og að bændur skrái sig og taki þátt í starfinu fram undan,“ sagði Gunnar og óskaði mönnum góðs sumars og alvöru uppskeru um leið og hann sleit Auka-búnaðarþingi.

Einar E. Einarsson var forseti þingsins, Guðrún Lárusdóttir varaforseti og Katrín María Andrésdóttir ritari.

Undrajurt Inkanna
Fréttir 23. júní 2021

Undrajurt Inkanna

Flóran hlaðvarpsþáttur Hlöðunnar um helstu nytjaplöntur jarðar, er kominn aftur ...

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar
Fréttir 23. júní 2021

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar

Sala á Bændahöllinni sem hýst hefur starfsemi Hótel Sögu í 59 ár virðist vera ve...

Gremjufræði, sannleikslitlar ævisögur og falsaðar dagbækur Hitlers meðal efnis í Sögu
Fréttir 21. júní 2021

Gremjufræði, sannleikslitlar ævisögur og falsaðar dagbækur Hitlers meðal efnis í Sögu

Markús Þórhallsson ræðir við Kristínu Svövu Tómasdóttur, ritstjóra, um innihald ...

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti
Fréttir 21. júní 2021

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti

Íslenskt gæðanaut er nýtt merki sem Landssamband kúabænda hefur verið að vinna a...

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum
Fréttir 18. júní 2021

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

Nýverið undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýja reglugerð um slátr...

Stærsta svínabú heims byggt í Kína
Fréttir 16. júní 2021

Stærsta svínabú heims byggt í Kína

Í Kína er nú verið að byggja stærsta svínabú heims en það mun framleiða árlega 2...

Síðustu fundir Ræktum Ísland!
Fréttir 15. júní 2021

Síðustu fundir Ræktum Ísland!

Á síðustu vikum hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt verkefnisstjóru...

Efla samstarf um ráðstöfun endurvinnsluefna og úrgangsstjórnun
Fréttir 14. júní 2021

Efla samstarf um ráðstöfun endurvinnsluefna og úrgangsstjórnun

Samstarfssamningur hefur verið undirritaður milli Pure North Recycling, Bændasam...