Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ný barnabók úr  smiðju sauðfjárbónda
Líf&Starf 27. október 2021

Ný barnabók úr smiðju sauðfjárbónda

Höfundur: smh

Bókaútgáfan Sæmundur hefur gefið út barnabók eftir sauðfjárbóndann Guðríði Baldvinsdóttur, í Lóni í Kelduhverfi, sem heitir Drengurinn sem dó úr leiðindum.

Þetta er önnur barnabók Guðríðar, en árið 2019 kom út bókin Sólskin með vanillubragði, sem var saga um stelpu og forystugimbrina hennar.

Að sögn Guðríðar er umfjöllunarefni bókarinnar vel þekkt hjá foreldrum barna á aldrinum í kringum átta til 12 ára, sumsé togstreitan sem myndast þegar foreldrar vilja draga úr tölvu- og snjalltækjanotkuninni. „Hugmyndin að sögunni kom einhverju sinni þegar ég var að reyna að koma böndum á þann tíma sem börnin mín dvöldu við tölvuleiki, YouTube-gláp og símahangs. Þá varð einhverju þeirra að orði að þá myndu þau deyja úr leiðindum.

Guðríður Baldvinsdóttir, barnabókahöfundur og sauðfjárbóndi í Lóni í Kelduhverfi.

Þá kviknaði hugmyndin um drenginn sem dó úr leiðindum, en átti bara að verða smásaga. En þegar ég byrjaði að skrifa sá ég fljótt að þessi litla hugmynd gæti auðveldlega orðið að heilli bók,“ segir Guðríður.

Er hægt að deyja úr leiðindum?

Aðalpersóna bókarinnar heitir Kári Hrafn, sem er venjulegasti tólf ára strákur í heimi. Heimur hans hrynur þegar foreldrar hans taka frá honum öll snjalltæki og í staðinn fær hann skærgulan farsíma sem hentar bara risaeðlum. Þá er spurning hvort hann hreinlega deyr úr leiðindum. Guðríður segir að sagan fjalli fyrst og fremst um vináttu, fjölskyldu og allt annað milli himins og jarðar sem skiptir máli.

Káputeikning er eftir dóttur Guðríðar, Ásdísi Einarsdóttur, en Guðríður naut einnig aðstoðar Björns Ófeigs, sonar síns, sem ljáði söguhetjunni Kára Hrafni rithönd sína við skreytingar í bókinni. Bókin er því sannkallað fjölskylduverkefni.Hún segir að hún hafi nú þegar fengið góð viðbrögð við bókinni og hefur henni verið lýst sem „æsispennandi og skemmtilega óvenjuleg með frumlegum titli“. Vænst þykir Guðríði um lofsamlegan bókadóm Jóns Emils, 11 ára á Kópaskeri, sem þótti bókin vera sú næstbesta sem hann hafði lesið – á eftir Harry Potter 3.

Næsta bók úr sveitaumhverfinu

„Eins og stór hluti íslensku þjóðarinnar hefur mig lengi langað til að skrifa bækur. Var alltaf að búa til sögur í huganum frá því að ég man eftir mér en lét verða af því að sækja ritlistarnámskeiðið Úr neista í nýja bók við Endurmenntun Háskóla Íslands 2013. Á því kom kveikjan og fyrsti kafli fyrstu bókarinnar minnar, Sólskin með vanillubragði. Bókarskrifin lágu svo í dvala í ein fimm ár, en þá gróf ég fyrsta kaflann upp og skrifaði bókina á nokkrum mánuðum. Hún var svo gefin út hjá Bókaútgáfunni Sæmundi 2019,“ segir Guðríður.

„Ég er endalaust með nýjar hugmyndir að sögum í kollinum. Næsta bók verður væntanlega úr því umhverfi sem ég þekki best, eins og fyrsta bókin, eða úr nútíma sveitaumhverfi. Ég sé fyrir mér spennusögu fyrir börn um dularfull kindahvörf, æsilegar eftirleitir og óveður.

Bókarskrif fara vel með sauðfjárbúskap, enda er veturinn frekar rólegur í þeirri atvinnugrein. Verst að ég er fyrir löngu búin að fylla allan dauðan tíma vetrarins af öðrum verkefnum, en þá er bara að forgangsraða.“

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.