Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýsköpun í Vaxtarrými
Líf og starf 13. október 2022

Nýsköpun í Vaxtarrými

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tíu nýsköpunarteymi voru valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Vaxtarrými sem hófst 3. október og stendur yfir næstu átta vikurnar á Norðurlandi.

Áhersla er á sjálfbærni, undir þemanu „matur, orka og vatn“. Meðal verkefna sem teymin fást við eru verðmætasköpun úr snoði, vinnsla á skarfakáli og vöruþróun úr úrgangi hænsna.

Vaxtarrými er starfrækt af samstarfsverkefninu Norðanátt, sem miðar að því að efla frumkvöðlastarfsemi á Norðurlandi.

Þetta er í annað sinn sem viðskiptahraðallinn er haldinn, en í fyrra tóku átta frumkvöðlateymi þátt.

Í tilkynningu frá Norðanátt kemur fram að teymin munu á næstu vikum hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja frá öllu landinu, sitja vinnustofur og fræðslufundi auk þess að mynda sterkt tengslanet sín á milli. Sérstök áhersla verður lögð á að hvetja þátttakendur til að sækja sér fjármagn í formi styrkja – og þeim veitt aðstoð við það.

Skylt efni: nýsköpun

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...