Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gentiana susannae.
Gentiana susannae.
Mynd / novataxa.blogspot.com
Fréttir 17. ágúst 2022

Ný tegund af ættkvísl dýragrasa finnst í Tíbet

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr á þessu ári var greind og skrásett á hásléttu Tíbet ný tegund af dýragrasi. Tegundin hefur fengið heitið Gentiana susannae.

Qinghai-hásléttan í Tíbet er rómuð fyrir líffræðilegan fjölbreytileika og þar er að finna fjölda plöntutegunda sem teljast landlægar eða tegundir sem ekki finnast villtar annars staðar í heiminum.

Grasafræðingar sem vinna við að greina tegundir sem vaxa á sléttunni fundu fyrir skömmu áður ógreinda tegund við bakka Cuopu-vatns. Tegundin sem nýlega var greind er sögð tilheyra ætt maríuvanda og ættkvíslinni Gentiana sem kallast dýragras á íslensku. Tegundin hefur fengið heitið Gentiana susannae.

Samkvæmt Flóru Kína var tegundin áður greind sem G.algida sem finnst villt í Síberíu og Norður- Ameríku.

Núna hefur þeirra greiningu verið hafnað vegna greinilegra ólíkra útlitslegra einkenna og vaxtarstaðar. G.susannae er meðal annars ólík G.algida að því leyti að vera hærri í vexti og með fleiri og lengri blómum.

Samanburður á DNA tegundanna þykir sanna að um ólíkar tegundir sé að ræða.

Skylt efni: dýragras

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...