Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nútímavæðum vélasölu
Mynd / HKr.
Lesendarýni 30. október 2020

Nútímavæðum vélasölu

Höfundur: Bændadeild II Landbúnaðarháskóla Íslands

Hvaða leið er best að fara þegar fjárfesta á í nýju eða notuðu landbúnaðartæki? Í dag þegar fólk kaupir sér bíl eða tölvu fer það beinustu leið inn á heimasíður söluaðila og sér þar allt vöruúrval og verð. Þegar kemur að landbúnaðartækjum er sagan önnur. 

Einhvern veginn hefur markaður á landbúnaðartækjum dregist aftur úr og ekki þurft að standa undir sömu kröfum og álíkar síður. Heimasíður þessar veita takmarkaðar upplýsingar og oftar en ekki leiða þær notandann inn á erlendar umboðssíður. Til þess að fá einhverjar upplýsingar þarf yfirleitt að hringja í umboðin. Viljum við ekki geta valið þau tæki sem við viljum kaupa áður en söluferlið hefst við sölumann? Sölumaðurinn hefur eigin hagsmuna að gæta og reynir ef til vill að hvetja til kaupa á dýrustu tækjunum. Neytandinn ætti að geta gert upp hug sinn á auðskiljanlegri heimasíðu sem hefur allar upplýsingar tilbúnar, frekar en í símtali við sölumann. 

Framtíðarsýnin er sú að notandi ætti að geta unnið sína forvinnu heima á vandaðri heimasíðu, borið saman verð í íslenskum krónum, tæknilegar upplýsingar tækja og hvort þau henti hans þörfum og þannig sparað tíma fyrir bæði sig og sölumanninn.

Við erum algjörlega viss um það að með betri framsetningu upplýsinga munu bæði sölumenn og neytendur hagnast þar sem neytendur geta gert upplýstari kaup og sölumenn geta betur komið á framfæri vöruúrvali sínu.

Með þessu áframhaldi gætu íslenskir bændur farið að horfa framhjá íslenskum söluaðilum og farið beint í erlenda söluaðila. Er þetta framtíðin sem við viljum sjá? Nei, við viljum geta verslað við íslenska söluaðila sem veita okkur örugga og ábyrga þjónustu. 

Bændadeild II 

Landbúnaðarháskóla Íslands

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...