Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þórey Gylfadóttir og Jóhann Þórsson
Þórey Gylfadóttir og Jóhann Þórsson
Lesendarýni 22. janúar 2024

Norrænt tengslanet um landbúnaðarvistfræði og heilbrigði jarðvegs

Höfundur: Þórey jarðræktarráðunautur og Jóhann er fagteymisstjóri loftslags og jarðvegs hjá RML.

Land og skógur (Los) og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) voru þátttakendur í samnorrænni NKJ umsókn um verkefni sem sneri að myndun samstarfsvettvangs sem fjallar um landbúnaðarvistfræði og heilbrigði jarðvegs.

Umsóknin hlaut brautargengi og var formlega hleypt af stokkunum nú í nóvember sl. Það er öflugur hópur sérfræðinga frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi ásamt Íslandi sem mynda þetta samstarfsnet og er það Land og skógur sem leiðir verkefni fyrir hönd Íslands. Við hlökkum til þátttöku í þessu mikilvæga verkefni enda er heilbrigði jarðvegs undirstöðuþáttur þegar kemur að þeirri þjónustu sem vistkerfi getur veitt, og á það líka við um landbúnaðarvistkerfi.

Mikilvægt er að geta metið árangur ólíkrar meðhöndlunar á heilbrigði jarðvegs og því nauðsynlegt að hafa til þess góðar leiðir. Markmið verkefnisins er að afla upplýsinga og setja fram með hvaða hætti hægt er að meta heilbrigði jarðvegs með góðum en helst einföldum aðferðum.

Mikilvægt er að taka inn staðbundna þætti þegar valdar eru aðferðir til að meta jarð­vegsheilbrigði og áhrif þeirra á niðurstöður, þar sem ólíkar aðferðir passa við ólíkar aðstæður og aðferðir sem notaðar eru til að meta heilbrigði jarðvegs sunnar á hnettinum passa ekki endilega við hér norðar.

Þetta norræna samstarf mun stuðla að samvinnu þessara aðila í þeim tilgangi að efla og styrkja innviði og auka samstarf innan hvers lands sem og milli landanna.

Við bindum miklar vonir við þetta samstarf og vonum að það stuðli að aukinni meðvitund á heilbrigði jarðvegs og ekki síst útlistun á gagnlegum aðferðum sem hægt er að nota til að meta ástand jarðvegs og getu hans til að sinna því hlutverki sem honum er ætlað í landbúnaðarvistkerfum.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...