Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Norðurhagi í Húnabyggð
Bóndinn 5. júní 2023

Norðurhagi í Húnabyggð

Ragnhildur er fædd og uppalin í Norðurhaga og hefur stundað búskap þar með foreldrum sínum síðan hún man eftir sér. Dagur kemur svo inn í búið 2019 en þau kaupa jörðina af foreldrum Ragnhildar í ársbyrjun 2023.

Býli? Norðurhagi í Húnabyggð. Staðsett í sveit? Austur-Húnavatnssýsla.

Ábúendur? Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir og Dagur Freyr Jónasson, ásamt foreldrum Ragnhildar, Ragnar Bjarnason og Þorbjörg Pálsdóttir

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við parið, hundarnir Moli og Garpur og kötturinn Pétur.

Stærð jarðar? 250 hektarar og um 70 hektarar af ræktuðu landi.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár? Rúmlega 500 kindur og nokkur hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Morgun- og kvöldgjafir ásamt ýmsum verkum yfir daginn.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest allt skemmtilegt en það sem stendur upp úr er sauðburður, smalamennskur og réttir, en svo er alltaf gaman að fóðra gripina og heyja í góðu húnversku veðri. Leiðinlegast er þegar skepnurnar veikjast, gera við ónýtar girðingar og hreinsa skít af grindum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Enn þá fleiri kindur og meiri kynbætur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt í hinum ýmsum formum er yfirleitt á boðstólum og slatti af meðlæti með því.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast er líklegast þegar við tókum við búinu núna í ársbyrjun en annars eru öll markmið sem hafa náðst og allir litlu sigrarnir eftirminnilegir líka.

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....