Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Neðri-Hundadalur 2
Bóndinn 22. október 2020

Neðri-Hundadalur 2

Jens er úr Reykjavík  og Sigurdís er fædd og uppalin í Neðri-Hundadal. 

Sigurdís hóf sinn sauðfjárbúskap upp úr 2005 en Jens kemur hingað 2009 og hefur alltaf dreymt gröfur og trukka frá því að hann var lítill snáði og er nýlega búinn að stofna verktakafyrirtæki með gröfur og kranabíl. 

Foreldrar Sigurdísar búa einnig á bænum.

Býli:  Neðri-Hundadalur 2.

Staðsett í sveit:  Í sögusveitinni, fögru, Dalasýslu í Miðdölum (eða Suðurdölum einsog menn vilja kalla það í dag).

Ábúendur: Sigurdís Elísa Lilja Sigursteinsdóttir og Jens Líndal Sigurðsson ásamt börnum.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sigurdís Elísa Lilja Sigursteinsdóttir og Jens Líndal Sigurðsson ásamt börnum.

Stærð jarðar?  Jörðin er tæpir 1.600 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú og verktakar.

Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 150 ullarhnoðra (kindur) og nokkrar fagrar landnámshænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Jens fer í vinnu hvar sem hún er hverju sinni, núna er hann t.d. á Grundartanga á gröfu. Hjá Sigurdísi er það, þessi misserin, eftirleitir og rollurag fyrir ásetning og sláturhús. Aukavinnan og girðingavinna.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Ég get alveg sagt ykkur það að það er ótrúlega leiðinlegt að standa í rúningi…bara mjög leiðinlegt. 

Það skemmtilegasta er auðvitað sauðburðurinn og að fara að smala. Jens myndi auðvitað segja að það skemmtilegasta sé að komast í gröfu-djobb einhvers staðar úti  mýri og honum finnst hundleiðinlegt að smala.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það er ekki gott að segja.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Þetta er ansi stór spurning en m.a. mætti rýmka betur fyrir Beint frá býli svo fátt eitt sé nefnt. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur, egg, mjólk, innocent safi og bjór.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimatilbúnir hamborgarar og kotasælubúðingur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er svo ótrúlega margt en það fyrsta sem poppaði upp í hausinn er þegar Jens var hjá nágranna okkar á liðléttingnum að keyra út steypta gólfbita úr fjósinu hjá þeim og í síðustu ferðinni þá gaf gólfið sig og félagarnir sunkuðu með liðléttingnum niður í forina. 

En á einhvern undraverðan hátt þá komust þeir allir aftur upp án þess að sökkva og á þurrum fótum og dekkjum og án alvarlegra meiðsla eða skemmda.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...