Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mývatn Open 2014
Fréttir 20. mars 2014

Mývatn Open 2014

Hið árlega hestamót Mývatn Open – Hestar á ís var haldið síðustu helgi. Mótið hófst á föstudag með hópreiðtúr þar sem riðið var út á frosið Mývatn að Hrútey. Þar bauð Sel Hótel Mývatn knöpum upp á samlokur og heitt kakó. Veðrið lék við gesti og góð mæting var í hópreiðina en það voru um 50 manns sem tóku þátt. 
 
Mótið sjálft var haldið á laugardag. Keppt var í A og B tölti og síðan var endað á að keppa í góðhestakeppni. Um kvöldið var blásið til hestamannahófs með matarveislu að hætti kokksins og síðar um kvöldið hélt Kiddi Halldórs uppi skemmtilegri kráarstemmningu. Þjálfi og Sel Hótel Mývatn þakka keppendum, áhorfendum og gestum fyrir komuna og minna á að næsta Mývatn Open verður haldið 14. mars 2015. 
 
Úrslitin voru eftirfarandi:
 
Tölt B
  1. Guðmundur Karl Tryggvason, Galdur frá Akureyri 6,37
  2. Kristján Sigtryggsson, Óríon frá Hellulandi 5,96
  3. Guðmar Freyr Magnússon, Frami frá Íbishóli 5,67
  4. Egill Már Vignisson, Aron frá Skriðulandi 5,57
  5. Nicola Berger, Saxi frá Sauðanesi 5,27
 
Tölt A 
  1. Guðmundur Karl Tryggvason, Rósalín frá Efri-Rauðalæk 7,23
  2. Erlingur Ingvarsson, Flugar frá Króksstöðum 6,8
  3. Einar Víðir Einarsson, Líf frá Kotströnd 6,6
  4. Magnús Bragi Magnússon, Gormur frá Garðakoti 6,57
  5. Sandra Marín, Stikla frá Efri-Mýrum 6,2
 
 
Góðhestakeppni
 
     1.     Björgvin Daði Sverrisson, Aþena frá Akureyri 8,58
     2-3. Guðmundur Karl Guðmunds­son, Rún frá Reynistað 8,52
     2-3. Úlfhildur Ída Helgadóttir, Jörvi frá Húsavík 8,52
     4.     Erlingur Ingvarsson, Pan frá Breiðstöðum 8,38 5.
     5.     Kristján Sigtryggsson, Óríon frá Hellulandi 8,28.
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...