Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mývatn Open 2014
Fréttir 20. mars 2014

Mývatn Open 2014

Hið árlega hestamót Mývatn Open – Hestar á ís var haldið síðustu helgi. Mótið hófst á föstudag með hópreiðtúr þar sem riðið var út á frosið Mývatn að Hrútey. Þar bauð Sel Hótel Mývatn knöpum upp á samlokur og heitt kakó. Veðrið lék við gesti og góð mæting var í hópreiðina en það voru um 50 manns sem tóku þátt. 
 
Mótið sjálft var haldið á laugardag. Keppt var í A og B tölti og síðan var endað á að keppa í góðhestakeppni. Um kvöldið var blásið til hestamannahófs með matarveislu að hætti kokksins og síðar um kvöldið hélt Kiddi Halldórs uppi skemmtilegri kráarstemmningu. Þjálfi og Sel Hótel Mývatn þakka keppendum, áhorfendum og gestum fyrir komuna og minna á að næsta Mývatn Open verður haldið 14. mars 2015. 
 
Úrslitin voru eftirfarandi:
 
Tölt B
  1. Guðmundur Karl Tryggvason, Galdur frá Akureyri 6,37
  2. Kristján Sigtryggsson, Óríon frá Hellulandi 5,96
  3. Guðmar Freyr Magnússon, Frami frá Íbishóli 5,67
  4. Egill Már Vignisson, Aron frá Skriðulandi 5,57
  5. Nicola Berger, Saxi frá Sauðanesi 5,27
 
Tölt A 
  1. Guðmundur Karl Tryggvason, Rósalín frá Efri-Rauðalæk 7,23
  2. Erlingur Ingvarsson, Flugar frá Króksstöðum 6,8
  3. Einar Víðir Einarsson, Líf frá Kotströnd 6,6
  4. Magnús Bragi Magnússon, Gormur frá Garðakoti 6,57
  5. Sandra Marín, Stikla frá Efri-Mýrum 6,2
 
 
Góðhestakeppni
 
     1.     Björgvin Daði Sverrisson, Aþena frá Akureyri 8,58
     2-3. Guðmundur Karl Guðmunds­son, Rún frá Reynistað 8,52
     2-3. Úlfhildur Ída Helgadóttir, Jörvi frá Húsavík 8,52
     4.     Erlingur Ingvarsson, Pan frá Breiðstöðum 8,38 5.
     5.     Kristján Sigtryggsson, Óríon frá Hellulandi 8,28.
Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...

Sala á 3.357 ærgildum
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bár...

Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.