Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mjósyndi
Bóndinn 28. apríl 2022

Mjósyndi

Bændurnir í Mjósyndi keyptu af Bjarka Reynissyni og Valgerði Gestsdóttur 2020 og fluttu þangað í júlí sama ár.

Þau eru að klára að breyta fjósinu í hesthús með inniaðstöðu og kartöflugeymlan er orðin fínasta fjárhús.

Býli:  Mjósyndi.

Staðsett í sveit:  Flóahreppi í Árnessýslu.

Ábúendur: Grétar Geir Halldórs­son, Anna Linda Gunnarsdóttir og Katrín Eva Grétarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):  Við þrjú og sonardóttir okkar Grétars og Önnu, hún Gabríela Máney Gunnarsdóttir, 10 ára. Það eru þrír hundar, Brúnó, Ugla og Rösk ásamt köttunum Tófu og Nölu.

Stærð jarðar?  Um 130 hektarar.

Gerð bús? Hross og fé.

Fjöldi búfjár og tegundir? 35 hross og 34 kindur. 

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Grétar og Anna vinna úti frá búinu, Gabríela fer í skólann og Katrín rekur tamningastöð hér á daginn og kennir á kvöldin. Eftir vinnu er fénu sinnt og tekin staðan á útiganginum og þeim gefið eftir þörfum. Á jörðinni eru folaldsmerar, tryppi og stóðhestar, bæði frá okkur og öðrum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það eru engin leiðinleg verk í sveitinni en girðingavinna er ekki vinsæl. Skemmtilegustu verkin eru að sinna fénu (Anna), setja upp ljós, helst útiljós (Grétar), útreiðar á góðum hestum (Katrín og Gaby).

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan, að það sé rekin tamningastöð og hrossarækt ásamt að hafa nokkrar kindur. 

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Vöruþróun og hreinleika.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og smjör. 

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Föstudagspitsan. 

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar fyrstu folöldin og lömbin fæddust hér.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...