Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Mjólkurflutningur hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins
Gamalt og gott 22. janúar 2025

Mjólkurflutningur hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Mjólkurflutningar hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi um miðja 20. öld. Ökumenn flutningabílanna lentu oft í honum kröppum þegar snjóþyngsli voru mikil um landið. Í Nýja dagblaðinu í febrúarmánuði árið 1938 segir „Yfir Hellisheiði hefir verið með öllu ófært í nokkra daga á venjulegum bifreiðum, en nokkrum mjólkurflutningum að austan hefir þó verið haldið uppi með snjóbíl og dráttarvél útbúinni með beltum á hjólum. Starfar hún á vegum Flóabúsins. En svo miklum örðugleikum eru þessar ferðir bundnar, að búast má við, að þeim verði hætt hvað úr hverju.“ Árið 1973 hófust mjólkurflutningar á tankbílum, en fram að því hafði allur flutningur á mjólk verið í mjólkurbrúsum. Varð þessi nýjung til þess að gæði mjólkurinnar héldust lengur, en á þessum tíma voru afurðastöðvar sautján talsins og kúabú vel yfir tvö þúsund. Árið 2005 sameinaðist Mjólkurbú Flóamanna Mjólkursamsölunni í Reykjavík undir nafninu MS.

Skylt efni: gamla myndin

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f