Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Finnskar kýr á beit.
Finnskar kýr á beit.
Mynd / Jamo Images
Utan úr heimi 28. mars 2023

Minnka skaða rops

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Finnska mjólkursamlagið Valio og rannsóknamiðstöð Finnlands, VTT, hafa farið af stað í tilraunaverkefni styrkt af ESB með það markmið að umbreyta metani við fjós í koltvísýring.

Helming sótspors mjólkurframleiðslu má rekja til metanríks rops nautgripa eða metans frá haughúsum.

Báðar þessar lofttegundir teljast til gróðurhúsalofttegunda, en metan hefur til skamms tíma 28 sinnum meiri áhrif til hlýnunar jarðar en koltvísýringurinn. Í andrúmsloftinu brotnar metan niður á tíu til tólf árum, en tæknin sem er til skoðunar flýtir því ferli. Innan Evrópusambandsins ber landbúnaður ábyrgð á tíu prósent losunar. Af sótspori landbúnaðarins í heild má rekja 43 prósent til ropans sem myndast við meltingu jórturdýra. Frá þessu er greint á heimasíðu VTT. 

Tæknin sem verið er að skoða byggir á plasma, eða rafgasi, sem getur skilið metan í frumeindir sínar, sem eru vetni og kol. Við það verður til önnur gróðurhúsategund, koltvísýringur, sem þrátt fyrir að vera skaðleg, hefur mun minni áhrif til loftslagsbreytinga samanborið við metan. Rafgas myndast þegar rafeindirnar í lofttegund ná ákveðnu hitastigi. Rafgas finnst meðal annars í norðurljósum og flúrperum.

Plasmabúnaðinum er komið fyrir utan við gripahúsin og á að geta umbreytt 90 prósent metansins í minna skaðlegar gróðurhúsalofttegundir. Tæknin er talin geta minnkað losun mjólkurframleiðslu um 30 til 40 prósent. ESB stefnir að kolefnishlutlausum landbúnaði árið 2035 og eru forsvarsmenn verkefnisins bjartsýnir á að þetta sé ein lausn af mörgum í þá átt.

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....