Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Minjagripir sem einkenna landsvæði
Líf og starf 7. september 2022

Minjagripir sem einkenna landsvæði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Viðburður sem ber nafnið Gersemar Fljótsdals verður haldinn dagana 2.-3. september næstkomandi en handverksfólk hefur verið hvatt til að taka áskorun um að hanna minjagrip eða söluvöru sem einkennir sitt svæði.

Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal.

Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal, segir að um sé að ræða hönnunarsmiðju þar sem markmiðið sé að draga fram sérstöðu austfirsks þjóðararfs og þeirra einstöku muna og minja sem fundist hafa í Fljótsdal.

„Þannig viljum við skapa vettvang fyrir listamenn, handverksfólk og hönnuði, faglærða sem og ófaglærða, til að þróa hugmyndir að listmunum sem byggja á þessum gersemum, um leið og áhersla er lögð á að nýta sem mest einstakt hráefni úr héraði,“ segir hún.

Hugmyndaflug og hæfileikar ráða för en útfærslan byggir á þekkingu á landsvæðinu, náttúru, sögu og menningu. „Hvert samfélag er ríkara þegar einstaklingar geta fengið með sér einstakan hlut sem minnir á góða dvöl á viðkomandi stað. Það á ekki síst við ef vel er til hans vandað og honum fylgir eitthvað alveg sérstakt. Það er líka áhugavert að upprunatengja hráefnið við staðinn þó það geti verið snúnara,“ segir Ásdís Helga og bætir við að gæði þurfi alltaf að vera til staðar og mikill kostur að hluturinn sé ekki merktur „Made in XXX“ heldur búinn til í heimahéraði.

„Það er kannski í fljótu bragði vandfundið að finna viðfangsefni, en oft getur ýmislegt skotið upp kollinum, munstur í lopapeysu, skart sem tengist fornleifauppgreftri, útskorinn nytjahlutur með einkennum fyrri tíðar, póstkort eða lyklakippa með fagurri ljósmynd af þekktu landslagi eða málverk,“ segir hún.

Afrakstur hönnunarsmiðjunnar verða vel mótaðar hugmyndir sem raunhæft er að fjöldaframleiða og eða vinna með einstaka sérvöru með markvissa tengingu við sögu, menningu eða náttúru Fljótsdals eða Austurlands.

Að viðburðinum koma auk Fagrar framtíðar í Fljótsdal, Minjasafn Austurlands, Safnabúð Þjóðminjasafnsins og Handverk og hönnun með stuðningi frá Samfélagssjóði Fljótsdals.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...