Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eftir kyngreiningu eru hanarnir skildir frá hænunum og þeim fargað.. Mynd / https://en.wikipedia.org/,
Eftir kyngreiningu eru hanarnir skildir frá hænunum og þeim fargað.. Mynd / https://en.wikipedia.org/,
Fréttir 11. febrúar 2020

Milljarða viðskipti og dýraníð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Viðskipti og flutningar með lifandi búfé milli landa velta milljörðum á ári. Oft er búfé flutt sjóleiðina svo dögum skiptir og aðstaða dýranna gersamlega óviðeigandi og því um hreint dýraníð að ræða. Unghönum er víða fargað í tætara.

Í kjölfar aukinnar mjólkur­framleiðslu á Írlandi eiga Írar í vandræðum með hvað á að gera við aukinn fjölda nautkálfa. Umframmagn af bornum nautkálfum tengdum mjólkurframleiðslu nemur hundruðum þúsunda gripa og ekki er nægur markaður fyrir kjötið í landinu.

Nautgripir tilbúnir til flutnings. Mynd / www.ciwf.org.uk.

Talið er að um sjö milljörðum unghana sé slátrað í heiminum á ári í tengslum við eggjaframleiðslu og ræktun á varphænum. Kjúklingar til eggjaframleiðslu gefa ekki af sér eins mikið kjöt og holdakjúklingar og því óarðbært að ala hana sem klekjast úr eggi varphæna. Eftir kyngreiningu eru hanarnir skildir frá hænunum og þeim fargað og í mörgum tilfellum settir í tætara. Til skamms tíma þótti ekki ástæða til að deyða unga með gasi áður en þeim var fargað en fyrir skömmu bönnuðu Sviss og Þýskaland að ungar væru tættir í hakkavél lifandi og nú hefur Frakkland bæst í hópinn.

Offramleiðsla á nautkálfum

Mjólkurkúm á Írlandi fjölgaði úr um það bil milljón árið 2010 í 1,6 milljón árið 2019. Aukningin er tilkomin vegna aukins útflutnings á mjólk. Samhliða fjölgun mjólkurkúa hefur fjöldi nautkálfa einnig aukist. Nú er svo komið að bændur í mjólkurframleiðslu vita ekki hvað á að gera við þá 800.000 nautkálfa sem fæddust á síðasta ári og þeim sem munu fæðast á þessu ári.

Sem stendur segja bændur um fá úrræði að ræða. Annaðhvort er að lóga nautkálfunum við fæðingu vegna þess að ekki er nægur markaður fyrir kjötið innanlands eða að ala kálfana í nokkra mánuði á fæti og selja þá svo lifandi úr landi til Mið-Austurlanda þar sem þeir yrðu aldir áfram og svo slátrað.

Sauðfjárflutningar á sjó. Mynd / www.animalsaustralia.org/.

Flutningar og dýraníð

Flutningar á lifandi dýrum milli landa til slátrunar er víða gagnrýnd og þá sérstaklega þegar er verið að flytja lifandi gripi langan veg sjóleiðina og hafa dýraverndunarsamtök líkt flutningunum sem dýraníði af verstu gerð.

Opinberar tölur gera ráð fyrir að um tveir milljarðar gripa, nautgripa, hænsna og annarra sláturdýra séu í viku hverri fluttir á milli landa, annaðhvort til áframeldis eða slátrunar. Auk þess sem talið er að um fimm milljón lifandi gripir séu fluttir ólöglega á milli landa á hverjum degi.

Flutningar af þessu tagi hafa aukist mikið undanfarin ár, þrátt fyrir hertar reglur um dýravelferð og hættu á útbreiðslu hættulegra sjúkdóma.

Milljarða viðskipti

Mörg af Mið-Austurlöndunum flytja inn mikið af búfé til áframeldis og slátrunar. Talið er að verslun með gripi til Sádi-Arabíu hafi velt rúmum milljarði bandaríkjadala árið 2016 en það jafngildir um 125 milljörðum íslenskra króna og talið er að um tvær milljónir lifandi sauðfjár séu árlega fluttar sjóleiðina frá Rúmeníu til Sádi-Arabíu á hverju ári. Auk þess sem Danir, Ástralir, Spánverjar og Kínverjar selja mikið af lifandi búfé úr landi á hverju ári.

Ekki má heldur gleyma því að flutningar á dýrum mislangar leiðir innan landa hafa aukist með fækkun sláturhúsa.

Offramboð á nautkálfum

Annar vandi, sem Írar standa frammi fyrir, er að flestir kálfar í landinu fæðast á tólf vikna tímabili frá febrúar og fram í apríl. Fjöldi kálfa sem þarf að aðskilja frá kúnum á tímabilinu er því mikill og þar sem nautkálfarnir nýtast ver er hætt við að þeir verði útundan og njóti minni aðhlynningar.

Kynbætur í átt að aukinni mjólkurframleiðslu hafa leitt til að nautkálfar mjólkurkúa þykja ekki lengur álitlegir til áframeldis til kjötframleiðslu. Til kjötframleiðslu er fremur notast við þar til gerð holdakyn.

Ekki sér írskt vandamál

Árið 2016 var birt myndband frá Nýja-Sjálandi sem sýndi þegar nýbornir nautkálfar mjólkurkúa voru látnir svelta í hel eða drepnir með barsmíðum.

Þrátt fyrir ljóta lýsingu á meðferð á nýfæddum nautkálfum segja sumir að í raun sé hún betri en að kálfarnir séu fluttir sjóleiðina til annars lands til slátrunar þar. Meðferð dýra við flutninga er oft skelfileg og fjöldi dýra lifir ferðina ekki af og dæmi sýna að veikum dýrum er iðulega kastað fyrir borð til að drukkna.

Dýraverndunarsamtök benda á að þrátt fyrir að til séu alþjóðlegar reglur um flutninga á lifandi gripum séu þær sniðgengnar og að viðurlög við brot á þeim séu undir einstaka löndum komin. Það sem meira er að sjaldnar eru viðurlög eða sektir við brotum á reglum um dýravelferð háar.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...