Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst.
Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Fréttir 6. apríl 2020

Miklar skemmdir hjá Garðyrkjuskólanum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklar skemmdir urðu á garðskála Garðyrkjuskólans á Reykjum í óveðrinu sem gekk yfir landið um helgina. Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst.

Guðríður Helgadóttir, starfsmenntanámsstjóri Garðyrkjuskólans á Reykjum, segir að skemmdir á þaki gróðurskálans sem er miðja skólans séu miklar. „Skemmdirnar eru meiri en við höfum séð í svona foki áður, ekki síst vegna þess að við höfum ekki lent í þessu á þessum tíma áður.“

Plastveggur sem snýr að matsal skólana fauk inn og hangir niður og inn í skálann.

Viðkvæmur gróður í hættu

„Í skálanum er mikið af viðkvæmum plöntum, eins og plómur, ferskjur og eplatré og annarskonar gróður sem er í blóma núna og því viðkvæmur og gæti hafa skemmst vegna kulda,“ segir Guðríður.

Eftir óveðrið kom rigning og hláka og vonandi hefur það bjargað eitthvað af gróðrinum.

Mánuður þar til endurnýja átti þakið

„Meðal þess sem skemmdist er plastveggur sem snýr að matsal skólans en hann fauk inn og hangir niður og inn í skálann.“

Guðríður segir að plastið í skálanum sé hálfgerður bútasaumur og beri þess merki að bætt hafi verið í skemmdir eftir þörfum. „Hugmyndin var að fara í framkvæmdir við þakið nú í vor. Eftir margra ára baráttu við að fá fjármagn í verkið fékkst það loksins í gegn fyrir um þremur árum síðan. Skemmdirnar núna eru það miklar að nú erum við að skoða það að flýta endurbyggingu skálans, í stað þess að fara í enn einn bútasauminn. 

Einnig urðu talsverðar skemmdir á blómaskeytingastofu skólans vegna þess að hurðin á henni fauk upp og snjó skóf inn.“

Mikið af snjó skóf inn í blómaskreytingastofu skólans.

Milljóna tjón
„Mig minnir að þegar fauk hjá okkur fyrir jól hafi reikningurinn verið rúmar tvær milljónir og áætla má að viðgerðir á núverandi skemmdum gætu kostað á bilinu 5 til 6 milljónir króna. Það er því vonandi hægt að fara bara strax í fyrirhugaða endurbyggingu,“ segir Guðríður Helgadóttir hjá garðyrkjuskólanum.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...