Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikilvægi plöntukynbóta
Fréttaskýring 3. nóvember 2022

Mikilvægi plöntukynbóta

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tómt mál er um að tala að efla kornrækt hér á landi ef engar plöntukynbætur eiga sér stað, segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson.

Fyrsta skrefið verður því að vera að hefja markvissar kynbætur á því korni sem við hyggjumst rækta. Helgi fer fyrir vinnuhópi sem teikna á upp stefnu og aðgerðir svo kornrækt geti fest hér rætur og orðið, til lengri tíma, að undirstöðuframleiðslugrein.

Plöntukynbætur eru þjóðþrifamál, að sögn Hrannars Smára Hilmars- sonar, tilraunastjóra í jarðrækt hjá LbhÍ, sem einnig situr í hópnum. Allar siðaðar þjóðir stundi þær og kollegar þeirra á Norðurlöndum gapi yfir þeirri staðreynd að þær séu ekki til staðar hér á landi. „Plöntukynbætur eru munaðarlausar með öllu. Bændur líta til Landbúnaðarháskólans í þessum málum og ætlast réttilega til að þær séu stundaðar í einhverjum mæli. Verkefninu, plöntukynbótum, hefur ekki verið útdeilt. Það er engin stofnun eða fyrirtæki sem hefur þetta lögboðna hlutverk, það er ekki á föstum fjárlögum en eftirspurnin og krafan er til staðar.“

Sænska ríkið hefur stigið mikilvægt skref í framþróun plöntukynbóta með því að fjárfesta fyrir meira en milljarð króna til að koma á fót byltingarkenndri hátæknistöð sem mun geta kynbætt plöntur á háhraða með notkun erfðamengjaúrvals. Íslandi stendur til boða að taka þátt í verkefninu og bindur Helgi vonir við að fjármagn fáist hér á landi til að taka þátt í samstarfi og nýta aðstöðuna.

Sjá nánar á bls. 20–21 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: kornrækt | Plöntukynbætur

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...