Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Erla Gunnarsdóttir, starfsmaður BÍ, Guðmundur Svansson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda og Eydís Rós Eyglóardóttir stjórnarmaður.
Erla Gunnarsdóttir, starfsmaður BÍ, Guðmundur Svansson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda og Eydís Rós Eyglóardóttir stjórnarmaður.
Mynd / VH
Af vettvangi Bændasamtakana 13. mars 2023

Mikill innflutningur frá Úkraínu kom á óvart

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn búgreinadeildar kjúklingabænda situr óbreytt og að sögn formannsins gekk fundurinn á búgreinaþingi vel fyrir sig. Meðal þess sem var rætt er innflutningur á kjúklingakjöti og innri mál greinarinnar.

Guðmundur Svavarsson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda, segir að fundur kjúklingabænda hafi gengið mjög vel. „Deildin er fámenn og góð samstaða hjá okkur. Við fórum yfir tollverndina, dýraheilbrigði og önnur mál sem snerta greinina.“

Innflutningur á kjúklingakjöti

„Mikill innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkraínu undanfarna mánuði kom okkur í opna skjöldu og við höfum talsverðar áhyggjur af því að kjötið sé ekki af sömu gæðum og innlent kjúklingakjöt. Samkvæmt því sem ég hef heyrt er sýklalyfjanotkun í landbúnaði mikil í landinu.

Bændasamtökin hafa sent Matvælastofnun erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig staðið er að útgáfu á heilbrigðisvottorðum fyrir innflutninginn, hvaða vottorð hafi verið gefin út og hvort kjötið komi frá bændum, sláturhúsum og vinnslum sem uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til slíkra aðila hér á landi.“

Innra starf

Kjúklingabændur fóru einnig yfir innra starf greinarinnar á fundinum og að sögn Guðmundar eru félagsmenn spenntir að sjá hvað kemur út úr endurskoðun á félagsgjaldakerfi Bændasamtakanna.

„Bent hefur verið á að í dag er lítill munur á þeim félagsgjöldum sem þeir allra stærstu greiða og þeim sem smærri og miðlungs framleiðendur greiða. Áhugavert verður að sjá hvað kemur út úr þeirri umræðu á Búnaðarþingi.“

Óbreytt stjórn

Stjórn búgreinadeildar kjúklingabænda situr óbreytt frá síðasta ári og í henni eru Guðmundur Svavarsson formaður, Eydís Rós Eyglóardóttir og Jón Magnús Jónsson.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...