Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér má sjá fjögur lömb í mismunandi litum: Alhvítt (ekkert gult), svartgolsótt, svartbotnótt, arnhosótt og móbotnubíldótt.
Hér má sjá fjögur lömb í mismunandi litum: Alhvítt (ekkert gult), svartgolsótt, svartbotnótt, arnhosótt og móbotnubíldótt.
Mynd / Sigurborg Hanna Sigurðardóttir
Á faglegum nótum 20. febrúar 2023

Mikill breytileiki í litum og litamynstrum

Árið 2020 voru 78,4% fjár skráð hvít. Svart var algengast af dökkum litum, eða 12,7%, en mórautt aðeins 4,2%. Gráar kindur voru 4,4% en grámórauðar einungis 0,3%. Litamynstur koma fyrir á grunni dökkra lita og var tvílitt algengast af litamynstrum, eða 5,8% af heildarfjölda 2020.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlitsgrein um litafjölbreytni og erfðir lita hjá íslensku sauðfé sem birtist í nýjasta tölublaði Náttúrufræðingsins (92. árg. 3-4. hefti). Höfundar greinarinnar eru Emma Eyþórsdóttir, Teitur Sævarsson, Sigurborg Hanna Sigurðardóttir og Jón Hallsteinn Hallsson.

Litafjölbreytni hjá íslensku sauðfé er vel þekkt og hefur viðhaldist í stofninum um aldir, ólíkt mörgum erlendum fjárkynjum. Í greininni er lýst þeim breytileika í litum og litamynstrum sem finnst í íslensku fé, ásamt líffræði litamyndunar. Grunnlitir eru hvítt, svart og mórautt, og litamynstur eru grátt, grámórautt, golsótt og botnótt ásamt tvílitum þar sem hvít svæði á dökkum grunni skapa mikla fjölbreytni. Hvítt er algengasti liturinn.

Stefán Aðalsteinsson (1928–2009) skýrði helstu erfðareglur sauðfjárlita á grunni rannsókna sinna á íslensku fé. Niðurstöður hans eru þær að litaerfðir í íslensku sauðfé ráðist fyrst og fremst af breytileika í genasætunum agouti (a-genasætið), brown (b-genasætið) og piebald spotting (s-genasætið). Ríkjandi samsæta í a-sæti veldur hvítum lit og eru aðrir litir víkjandi. Arfgerð í b-sæti ræður svörtum eða mórauðum lit og er svart ríkjandi. Víkjandi arfgerð í s-sæti veldur tvílit á kindum með dökkan grunnlit en alhvítu í hvítu fé.

Sameindaerfðafræði litamyndunar í sauðfé er þó flóknari en ætla mætti út frá erfðareglum Stefáns. Rannsóknir á því sviði hafa varpað skýrara ljósi á þau gen sem standa að baki sauðalitunum, en jafnframt reynist ekki fullt samræmi á milli sameindaerfðafræðilegra niðurstaðna og þeirra erfðareglna sem stuðst er við í íslenskri sauðfjárrækt. Frekari rannsókna er því þörf til að upplýsa málið. Greinin er prýdd fjölda mynda, m.a. ljósmyndum af fjölbreyttum litum sauðfjár og skýringamyndum um erfðir litanna og líffræðina þar að baki.

Skylt efni: fjárlitir

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....