Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mikill áhugi bænda á dkBúbót í ársbyrjun 2003
Gamalt og gott 9. mars 2020

Mikill áhugi bænda á dkBúbót í ársbyrjun 2003

Í byrjun árs 2003 bárust þær fréttir á forsíðu Bændablaðsins að bændur væru áhugasamir um nýtt bókhalds- og upplýsingakerfi sem héti dkBúbót.

Í fréttinni kemur fram að kerfið hefði einungis verið í sölu í rúma níu mánuði en þá þegar búið að selja vel á sjötta hundrað eintök.

„Aðsókn á grunnnámskeið í notkun forritsins hefur verið gríðarmikil en á næstu mánuðum verða haldin framhaldsnámskeið í öllum héruðum landsins. Þar verður m.a. farið í uppfjör og skattframtöl,“ segir í fréttinni.

Haft er eftir Gunnar Guðmundsson, forstöðumanni ráðgjafarsviðs BÍ, að viðtökur bænda væru langt umfram  væntingar og þær gæfu vissulega tilefni til að fylgja verkefninu vel eftir. „Á námskeiðunum er jöfnum höndum lögð áhersla á kennslu í grunnþáttum tvíhliða bókhalds, en það teljum við afar þýðingamikið, og hagnýtingu þess sem stjórntækis í búrekstrinum. Einnig er farið yfir helstu vinnuþætti nýja bókhaldskerfisins. Í áframhaldandi þróun á dkBúbót munum við leggja áherslu á aðlögun þess við sérþarfir einstakra búgreina. Átak verður gert í að samræma og bæta lyklun og færslur. Slík samræming er mikilvæg upp á rekstrarsamanburð og hagrannsóknir sem við þurfum vissulega að efla í okkar búrekstri,“ sagði Gunnar.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...