Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þátttakendur á námskeiðum Farskólans koma alls staðar að af landinu. Hér er verið að kenna súrsun matvæla.
Þátttakendur á námskeiðum Farskólans koma alls staðar að af landinu. Hér er verið að kenna súrsun matvæla.
Mynd / Farskólinn, Norðurlandi V.
Líf og starf 20. september 2022

Mikil gróska í matarhandverki

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, er 30 ára á þessu ári. Framboð námskeiða hefur aldrei verið meira en um 20 námskeið verða í boði í haust.

Nú fimmta árið í röð eru að hefjast námskeið um matarhandverk sem haldin eru í samstarfi við Vörusmiðjuna á Skagaströnd og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Vörusmiðjan á Skagaströnd er orðin svo umsetin að Farskólinn þarf að festa daga þar ár fram í tímann til að komast að með sín námskeið.

Halldór B. Gunnlaugsson er verkefnastjóri hjá Farskólanum. Haustið 2018 bauð skólinn upp á sjö námskeið en upp frá því hefur sífellt verið bætt við námskeiðum á hverju hausti. „Í raun eru námskeiðin orðin það mörg að haustið dugar ekki, þannig að við erum með allt skólaárið undir. Við erum nú með alls 21 námskeið sem er undir hatti Farskólans og fleiri á leiðinni, m.a. erum við að undirbúa námskeið í bjórbruggi og annað um þurrkun á öllu mögulegu, enda var verið að setja upp öflugan þurrkskáp hjá Vörusmiðjunni,“ segir hann.

Námskeið skapa frumkvöðla

Halldór segir að í fyrstu hafi námskeiðin verið hugsuð með bændur í huga enda hafi þeir kallað eftir þeim.

„Það kom fljótt í ljós að alls konar fólk hafði áhuga á námskeiðunum okkar og alls ekki bara af Norðurlandi vestra, því fólk alls staðar að af landinu hefur sótt þau. Við höfum reynt að koma til móts við þann hóp með því að bjóða öll námskeið um helgar þannig að fólk geti jafnvel sótt tvö til þrjú námskeið sömu helgina,“ segir hann.

Það er frábært að fylgjast með því hversu mikil gróska er í matarhandverki á svæðinu og fer sívaxandi. Við fylgjumst stolt með og finnst við eiga í þessum frumkvöðlum, þetta er mikið fólk sem hefur sótt nám og námskeið hjá okkur,“ segir Halldór.

Frá því námskeið Farskólans á sviði matarhandverks hófust hafa orðið til tvær vandaðar heimavinnslur á svæðinu og tvær aðrar eru í burðarliðnum. „Það er nákvæmlega það sem við vonuðumst eftir, að fólk gæti byrjað sína starfsemi hjá Vörusmiðjunni á Skagaströnd og þegar umfangið réttlætti framkvæmdir heima fyrir yrði farið í þær.“

Framboð námskeiða nú í vetur hefur aldrei verið meira, yfir 20 mismunandi námskeið eru í boði og áhuginn er mikill. Hér er í gangi námskeið í úrbeiningu.

Samstarf í Svíþjóð

Í janúar munu kennarar og starfsfólk hjá Farskólanum og Vörusmiðjunni heimsækja Eldrimner, sem er matarhandverksskóli í Svíþjóð, og segir Halldór að fólki sé velkomið að slást með í för. Í ferðinni verður m.a. sótt námskeið í ostagerð og þá stendur til að heimsækja nokkra smáframleiðendur á svæðinu umhverfis skólann.

Mögulega verður einnig reynt að fá kennara úr skólanum til liðs við Farskólann og bjóða upp á námskeið og jafnvel gætu kennarar af Norðurlandi vestra sótt sænska skólann heim.

Skylt efni: Farskólinn

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...