Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Miðdalsgröf
Bóndinn 31. október 2022

Miðdalsgröf

Þau hjón, Steina Þorsteinsdóttir og Reynir Björnsson í Miðdalsgröf, Steingrímsfirði leyfa hér lesendum að fá örlitla innsýn í líf sitt.

Fjölskyldan í réttum.

Reynir er fæddur og uppalinn í Miðdalsgröf. Árið 1996 reisum við íbúðarhús á jörðinni og Steina flytur þá í Miðdalsgröf, 1998 byggjum við ný 200 kinda hús og rekum búið í samstarfi við foreldra Reynis þar til árið 2005 en þá tökum við alveg við rekstrinum.

Býli: Miðdalsgröf.

Staðsett í sveit: Tungusveit í Steingrímsfirði.

Ábúendur: Reynir Björnsson og Steina Þorsteinsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum 2 dætur, Laufeyju Heiðu Reynisdóttur og Ólöfu Katrínu Reynisdóttur, auk bústjórans Marinós Helga Sigurðssonar sem er hluti af fjölskyldunni okkar. Hundur og köttur eru á bænum.

Stærð jarðar? 400 hektarar.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 360.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Reynir er bóndinn og sinnir öllum verkum við búið en Steina vinnur utan bús en styður við sinn mann á vorin og haustin, auk þess fáum við ómetanlega hjálp frá fjölskyldu og vinum haust og vor.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Reynir: Skemmtilegustu eru fjárragið á haustin og sauðburður að vori en þau leiðinlegustu eru að gera við ónýtar girðingar.
Steina: Skemmtilegast er fjárragið á haustin. Þau leiðinlegustu eru þegar pláss og grindarleysi er farið að segja til sín á erfiðum vorum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Í svipuðu fari.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Súrmjólk og rjómi.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærkjöt og lambahryggur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Kannski ekki við bústörfin, en þegar íbúðarhúsið okkar kom í hlað á tveimur trailerum og var dregið yfir á grunninn með vírastrekkjurum.

Við skorum á Guðfinnu og Ágúst, bændur í Stóra- Fjarðarhorni í Strandasýslu að taka við keflinu!

Íbúðarhúsið á leið í hlað.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...