Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Metnaðarfull markmið í sölu á matvælum úr jurtaríkinu
Fréttir 2. nóvember 2020

Metnaðarfull markmið í sölu á matvælum úr jurtaríkinu

Höfundur: ehg

Matvöruverslanakeðjan Tesco í Bretlandi er fyrsta smásölufyrirtækið í landinu sem setur metnaðarfull markmið í sölu á matvælum úr jurtaríkinu en á næstu fimm árum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins í hyggju að auka sölu á kjötlíki í verslunum sínum um 300 prósent.

Síðastliðið ár hefur eftirspurn eftir kældum vörum úr kjötlíki aukist um 50 prósent. Vegna þessa mun keðjan nú bjóða upp á fleiri vöruflokka í sölu og möguleikum fyrir neytendur að kaupa skammta fyrir tvo eða fleiri með matvælum úr jurtaríkinu. Þessi nýja stefna er liður í sjálfbærnistefnu fyrirtækisins sem hefur verið þróuð í samstarfi við Alþjóðasjóð villtra dýra (WWF) sem ætlar að helminga áhrif á umhverfið á meðalmatvælakörfu í Bretlandi á næstu árum.

Til að ná þessum markmiðum hefur Tesco sett upp nokkra þætti í áætlun til að ná þeim:

Framboð: Kynna og rækta kjöt úr jurtaríkinu í öllum verslunum með vörum sem nær yfir 20 vöruflokka sem innihalda meðal annars tilbúnar máltíðir, pylsur, bökur, hamborgara og fleira.

Hagkvæmni: Halda áfram að fjárfesta í virði þannig að hagkvæmni verði ekki hindrun í að kaupa mismunandi valkosti kjötlíkja.

Nýsköpun: Vinna með birgjum í að koma með nýsköpun til viðskiptavina.

Sýnileiki: Veita valkosti við kjöt þar sem kjötlíki lítur út eins og venjulegt kjöt.

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...