Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Metfjöldi grænna skrefa
Fréttir 20. september 2022

Metfjöldi grænna skrefa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofnunar fyrir 2021 hafa aldrei verið tekin jafn mörg skref í átt að umhverfis- vænum rekstri hjá ríkisstofnunum og á síðasta ári, eða 444. Verkefnið er ekki lengur valkvætt og hluti af rekstri ríkisstofnana.

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Verkefnið er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og er þátttaka stofnunum að kostnaðarlausu.

Hluti af rekstri ríkisstofnana

Í skýrslunni segir að rekja megi aukninguna til aukinnar vitundarvakningar í umhverfis- og loftslagsmálum og almenns áhuga á að gera betur í þeim efnum. Aldrei fyrr hafa jafn mörg Græn skref verið stigin eins og árið 2021, eða 444. Til samanburðar voru 557 skref stigin á árunum 2014 til 2020.
Umhverfisstofnun og stjórnvöld hafa aukið áherslu á verkefnið sem ekki er lengur valkvætt og er núna hluti af rekstri allra ríkisstofnana og skulu allir ríkisaðilar setja sér loftslagsstefnu með mælanlegum markmiðum, og tímasettum aðgerðum.

Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun loftslagsstefnu Stjórnarráðsins sem samþykkt var árið 2019.

Markmið Grænna skrefa
  • Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi ríkisins
  • Efla umhverfisvitund starfsmanna
  • Auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra
  • Draga úr rekstrarkostnaði
  • Innleiða áherslur í umhverfismálum sem þegar hafa verið samþykktar
  • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur fái viðurkenningu fyrir metnað sinn í umhverfismálum
  • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur geti innleitt aðgerðir á mismunandi hátt eftir umfangi og eðli starfsseminnar
  • Aðgerðir stofnana í umhverfis - málum séu sýnilegar
Árangur

Samkvæmt skýrslunni náist taksverður árangur í að draga saman í innkaupum, samgöngum og orkunotkun. Í að auka meðvitund um umhverfismál innan vinnustaða. Auk þess sem segir að örugg skref hafi verið stigin í átt að markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ríkisaðila.

Í dag skila 111 stofnanir grænu bókhaldi en tæplega 18.000 starfsmenn eru á vinnustöðum sem eru virkir þátttakendur í Grænum skrefum.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...