Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Meðallestur prentmiðlla á landsvísu
Meðallestur prentmiðlla á landsvísu
Í deiglunni 9. febrúar 2023

Mest lesna blað landsins?

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Lestur Fréttablaðsins hefur hrunið eftir að útgáfufyrirtækið Torg ákvað að breyta dreifingu blaðsins.

Nýjar tölur Gallup um lestur prentmiðla sýna að í janúar var lestur Fréttablaðsins á landsvísu 15,7% og er orðinn minni en lestur Morgunblaðsins, sem mælist 18,9%. Ástæða minnkandi lesturs Fréttablaðsins er rakin til þess að blaðinu er nú ekki lengur dreift í hús á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, heldur liggur það frammi í þar til gerðum stöndum á um 120 stöðum á Suðvesturlandi og á Akureyri. Bændablaðið tók þátt í lestrarmælingu Gallup á síðasta ársfjórðungi 2022. Þá mældist lestur þess á landsvísu 26%. Tölurnar benda því til þess að Bændablaðið sé í dag mest lesni prentmiðill landsins.

Dreifikerfi þess nær til yfir 420 dreifingarstaða um allt land og er upplaginu, rúmum 33.000 eintökum, dreift í vel flestar matvöruverslanir, bensínstöðvar, sundlaugar og á hvert lögbýli landsins.

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...