Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Hér má sjá litamerkingar sauðfjárhólfa landsins en nöfn hólfanna má nálgast í vefútgáfu greinarinnar.
Hér má sjá litamerkingar sauðfjárhólfa landsins en nöfn hólfanna má nálgast í vefútgáfu greinarinnar.
Mynd / Aðsend
Á faglegum nótum 21. janúar 2025

Merkingar sauðfjár

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun.

Að gefnu tilefni vill Matvælastofnun vekja athygli á nokkrum atriðum varðandi merkingar sauðfjár.

Sauðfé skal vera merkt með forprentuðu einstaklingsmerki/fullorðinsmerki og litur þess skal vera í samræmi við það litakerfi sem ákveðið hefur verið fyrir hvert varnarhólf sbr. eftirfarandi kort yfir varnarhólf og litamerkingar sauðfjár.

Bæði lambamerki og fullorðinsmerki eiga að vera í lit viðkomandi varnarhólfs. Óheimilt er að bæta merki við í öðrum lit, hvort heldur sem er til hagræðis við sundurdrátt í réttum eða til þess að greina á milli riðuarfgerða.

Í samræmi við ofangreint er skylt að merkja allt sauðfé með forprentuðu einstaklingsmerki, „fullorðins-merki“ í annað eyrað frá 6 mánaða aldri og skulu litir forprentaðra plötumerkja í sauðfé og geitfé vera í samræmi við skráningu Matvælastofnunar í miðlægan gagnagrunn. Ekki er heimilt að vera með merki í báðum eyrum fjárins sem ekki eru með sama lit.

Sé fyrir hendi sérstök ósk um að geta merkt féð í samræmi við arfgerð riðugensins er leyfilegt að hafa móthak merkisins (festinguna) með þeim lit sem passar við flöggin í Fjárvís, en ekki er leyfilegt að hafa merkin sjálf í þeim lit sem passar við viðkomandi flagg.

Matvælastofnun vill einnig upplýsa um að starfandi er núna starfshópur á vegum matvæla- ráðuneytis, Matvælastofnunar og Bændasamtaka Íslands, sem er að vinna að endurskoðun á reglugerð um merkingar búfjár. Vilji menn koma sérstökum óskum eða athugasemdum til starfshópsins er best að beina þeim til búgreinadeildar sauðfjár.

Skylt efni: sauðfjármerkingar

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f