Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Merkingar landbúnaðarafurða
Leiðari 9. mars 2023

Merkingar landbúnaðarafurða

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Nú um stundir eru frumframleiðendur og neytendur að fást við talsverða merkingar­óreiðu á íslenskum landbúnaðarafurðum.

Skýrar merkingar matvæla eru nauðsynlegar svo neytendur geti byggt val matvöru á þekkingu um innihald og upprunaland, hvort sem hún er kryddlegin eða unnin á annan hátt. Hér er ekkert undanskilið, allar landbúnaðarafurðir eru hér undir, hvort sem um er að ræða haframjólk, kjöt, unnar afurðir, grænmeti, blóm og svo mætti lengi telja. Það er mikilvægt að frumframleiðendur, afurðastöðvar og verslunin taki höndum saman um að koma þessum málum í betri farveg en er í dag. Það er með öllu óviðunandi að ekki sé gætt að merkingum umbúða því neytendur verða að geta treyst því að á umbúðamerkingum séu áreiðanlegar upplýsingar um innihald og uppruna matvöru.

Íslenskt staðfest

Fyrir tæpu ári síðan afhjúpaði matvælaráðherra nýtt íslenskt upprunamerki fyrir matvörur og blóm. Tilgangur merkisins er að auka sýnileika og markaðshlutdeild íslenskra afurða, tengja neytendur betur við frumframleiðendur og fræða þá um kosti íslenskra matvæla og verslunar. „Íslenskt staðfest“, sem unnið hefur verið á grunni norrænna fyrirmynda um upprunamerkingu afurða, mun auðvelda neytendum að velja íslenskt, en til að mega nota merkið þurfa framleiðendur að ábyrgjast að hráefnið sé íslenskt og að framleiðsla hafi farið fram á Íslandi. Kjöt, egg, fiskur og mjólk skal í öllum tilfellum vera 100% íslenskt. Þá er jafnframt hægt að nýta ábyrgðar- og gæðamerkið til útflutnings undir „Certified Icelandic“, sem er enska skráningin af „Íslenskt staðfest“, á ýmsar vörur og þjónustu til útflutnings, þ.á m. hráar og óunnar landbúnaðar-, lagareldis-, garðræktar- og skógræktarafurðir, vatn og bjór.

Enn eitt merkið?

„Enn eitt merkið?“ er spurning sem við iðulega fáum þegar merkið hefur verið kynnt. En munurinn hér er sá að þriðji aðili, vottunarstofan Sýni, sér um úttektir hjá þeim fyrirtækjum sem kjósa að nota merkið. Enginn má nota merkið nema hafa til þess leyfi sem sótt er um sérstaklega, gangast undir staðal merkisins og uppfylla opinberar kröfur til sinnar starfsemi. Bændasamtökin hafa unnið að regluverki og samningsdrögum um aðkomu fyrirtækja og verslunarinnar að þessu merki. Í mínum huga er þetta flaggskipið, eitt mikilvægasta verkefni matvælaframleiðenda í harðnandi samkeppni við innfluttar afurðir, sem við sem frumframleiðendur verðum að sinna þar sem það er ekki síður okkar að upplýsa neytendur um hvaðan afurðirnar koma.

Þú veist hvaðan það kemur

Hér á landi búum við að hreinu lofti, hreinu vatni og sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er ein sú minnsta meðal allra Evrópulanda. Íslensk matvælaframleiðsla er því í fremstu röð, hvort heldur er um að ræða kjöt, fisk, mjólkurafurðir eða grænmeti. Það hlýtur því að vera eðlileg krafa neytenda að innfluttar vörur séu uppruna- og innihaldsmerktar þannig að neytandinn geti glöggvað sig vel á því hvort vara sé af sömu gæðum og innlend framleiðsla varðandi hreinleika og með tilliti til notkunar sýklalyfja og dýravelferðar. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var umfjöllun um notkun á sýklalyfjum í landbúnaði sem er mun meiri en hingað til. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur varað við að sýklalyfjaónæmi sé ein helsta ógnunin við lýðheilsu í heiminum í dag og gríðarlegur munur er á útbreiðslu sýklalyfjaónæmis milli heims- og landshluta. Það skiptir því sköpum fyrir neytendur að vita hvaðan varan kemur.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...