Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Með bjartsýni í farteskinu
Mynd / HKr.
Skoðun 15. apríl 2021

Með bjartsýni í farteskinu

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Nú með hækkandi sól og bjartsýni í farteskinu eftir ansi undarlegan vetur, sérstaklega á grundvelli sóttvarnareglna, þá taka við önnur verkefni sem er mesti annatími bænda. Undirbúa þarf uppskeru sumarsins og haustsins. En á sama tíma eru einstaklingar innan stjórnmálaflokkanna að etja kappi við hvert annað með von um að tryggja sér sæti á framboðslistum flokkanna fyrir komandi kosningar. 

Ýmis háttur er hafður á fyrirkomulaginu með röðun á framboðslista, en ekki ætla ég að hafa skoðun á því fyrirkomulagi. Eitt leyfi ég mér þó að nefna að þegar búið er að setja saman lista flokkanna í kjördæmunum þá erum við í Bændasamtökum Íslands reiðubúin til samtals um málefni landbúnaðarins svo frambjóðendur verði vel undirbúnir fyrir kosningarnar sem fram fara í haust. Landbúnaður er nefnilega ekki einkamál einstakra stjórnmálaflokka eða einstakra frambjóðenda. Landbúnaðurinn á Íslandi er ein meginatvinnugrein og bændur eru líka kjósendur. Mikilvægt er að frambjóðendur kynni sér þau málefni sem landbúnaðurinn stendur frammi fyrir þegar kemur að stjórnsýslunni. 

Matvælasjóður

Ráðherra landbúnaðarmála hefur skipað nýjan formann Matvælasjóðs, Margréti Hólm Valsdóttur. Óska ég Margréti Hólm til hamingju með embættið og óska henni velfarnaðar í starfi. Ég vil einnig þakka fráfarandi formanni, Grétu Maríu Grétarsdóttur, fyrir samstarfið í stjórn sjóðsins á síðasta starfsári. Nú þegar nýr formaður hefur verið skipaður er nauðsynlegt að hugað verði að því að auglýsa sem fyrst eftir umsóknum í sjóðinn þar sem margir hafa miklar væntingar um framlög úr sjóðnum. 

Mælaborð landbúnaðarins

Í síðustu viku kynnti ráðuneyti landbúnaðarmála fyrstu útgáfu að mælaborði landbúnaðarins sem beðið hefur verið eftir en vinnan hefur staðið í um ár. Í mælaborðinu er mögulegt að sjá hvað er verið að framleiða og hvar á landinu, einnig eru þarna ýmsar upplýsingar sem snúa að landbúnaði. Þetta er fyrsta útgáfa og á eftir að taka framþróun eftir því sem fleiri tölur koma inn í skjalið. Ég vil fagna þessu skrefi þar sem þetta verkfæri verður bæði framleiðendum og öðrum til upplýsingar og samanburðar milli ára til gagns. En eitt er í þessu sem við höfum gagnrýnt frá upphafi og ítrekað á fundum með ráðuneytinu, og það er að í þessu ágæta mælaborði er möguleiki að sjá framlag á grundvelli beingreiðslna niður á einstaka framleiðendur. Ráðuneytið bendir á upplýsingaskyldu, gott og vel. En stjórnsýslan verður hins vegar að hafa það hugfast að jafnt skal yfir alla ganga. Í ríkissjónvarpinu um daginn var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik, greiðslur ríkisins til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna. Í þættinum var upplýst um að einn læknir hefði fengið ákveðna upphæð greidda á meðan annar læknir hefði fengið greidda einhverja aðra upphæð. Í þættinum voru þessir læknar ekki nafngreindir en til samanburðar er hægt í þessu ágæta mælaborði að fletta upp „Jóni Jóns“ og séð að hann hefur fengið tiltekna fjárhæð í beingreiðslu. Hvaða jafnræði er í þessari framsetningu á grundvelli upplýsingalaga? Ég segi því aftur: „Eitt skal yfir alla ganga.“ 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.