Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Í fyrsta þætti hlaðvarps Matís er m.a. spurt hvort skordýr verði helstu prótíngjafar framtíðarinnar. Birgir Örn Smárason og Búi Bjarmar Aðalsteinsson velta fyrir sér sjálfbærri matvælaframleiðslu með þáttastjórnandanum Íseyju Dísu Hávarsdóttur.
Í fyrsta þætti hlaðvarps Matís er m.a. spurt hvort skordýr verði helstu prótíngjafar framtíðarinnar. Birgir Örn Smárason og Búi Bjarmar Aðalsteinsson velta fyrir sér sjálfbærri matvælaframleiðslu með þáttastjórnandanum Íseyju Dísu Hávarsdóttur.
Mynd / Matís
Fréttir 14. apríl 2021

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu

„Matvælið – hlaðvarp Matís“ er nafn á glænýjum hlaðvarpsþætti sem er nú aðgengilegur í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Þættirnir eru framleiddir af Matís og fjalla um fjölbreytt matvælatengd málefni.

„Nýsköpun með verð­mætaaukningu, matvælaöryggi, lýðheilsu og sjálfbærni í fyrirrúmi er helsta viðfangsefni Matís. Fjölbreytt sjónarhorn á þessa þætti verða umfjöllunarefni í hlaðvarpsþáttunum okkar sem munu snúast um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu,“ segir Ísey Dísa Hávarsdóttir, sem er einn umsjónarmanna hlaðvarpsins og starfar í miðlunarteymi Matís.

Kynnist viðfangsefnum Matís

Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði. Þau eru unnin í samvinnu við innlenda matvælaframleiðendur og frumkvöðla, háskóla og alla þá sem með einhverjum hætti koma að matvælaiðnaði.
„Til þess að fólk og fyrirtæki geti nýtt þjónustu og starfsemi Matís sér í hag er þörf á að miðla upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins með fjölbreyttum hætti svo þær nái bæði augum og eyrum landans. Nú þegar er vefsíðan www.matis.is og samfélagsmiðlar Matís nýttir í þessum tilgangi, en hlaðvarp er nýjasti miðillinn sem tekinn hefur verið í gagnið svo fólk geti á einfaldan og þægilegan hátt kynnst þeim viðfangsefnum sem fengist er við hjá Matís hverju sinni,“ segir Ísey Dísa.

Próteingjafar framtíðarinnar í fyrsta þætti

Í þáttunum verður rætt við verkefnastjóra og starfsfólk um þeirra verkefni eða tengd mál en einnig við ýmsa samstarfsaðila, svo sem úr frumkvöðlaheiminum, matvæla­iðnaðinum, viðskiptalífinu og frá háskólum landsins. Stefnan er að varpa ljósi á fagið og fólkið fremur en á fyrirtækið sem slíkt.

Í fyrsta þætti hlaðvarpsins er rætt við Birgi Örn Smárason, verkefnastjóra hjá Matís, og Búa Bjarmar Aðalsteinsson, sem hefur bakgrunn úr Listaháskólanum, vöruþróun, matvælaframleiðslu og ýmiss konar frumkvöðlastarfsemi. Þeir hafa ólíka aðkomu að viðfangsefni þáttarins, sem er próteingjafar framtíðarinnar og sjálfbær matvælaframleiðsla, og skapast því umræður um fjölbreytta vinkla á efnið.

Hvað gerir Matís?

Tveir þættir eru þegar komnir inn í Hlöðuna – hlaðvarp Bændablaðsins á vefslóðinni bbl.is, en þeir eru líka aðgengilegir á vef Matís og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Stefnan er að gefa út einn þátt í mánuði en í upphafi fylgir stuttur kynningarþáttur sem ber yfirskriftina Hvað er Matís? Þar situr Hákon Stefánsson, stjórnarformaður Matís, fyrir svörum.

Miðlunarteymi Matís hefur umsjón með gerð þáttanna og Ísey Dísa Hávarsdóttir sér um þáttastjórnun.

Hér má nálgast þættina frá Matís.

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...