Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Matvælaframleiðsla á Íslandi heldur ekki í við fólksfjölgun
Líf og starf 5. júní 2023

Matvælaframleiðsla á Íslandi heldur ekki í við fólksfjölgun

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Í núgildandi búvörusamningum og nýkynntum drögum að matvæla­áætlun ríkisins eru markmið um að íslensk matvælaframleiðsla geti staðið undir fæðuþörfum þjóðarinnar. Er það til þess að efla fæðuöryggi og áfallsþol þjóðarinnar en ekki síður vegna heilnæmra og umhverfisvænna framleiðsluþátta sem iðkaðir eru hér á landi.

Umræðan um skert starfsskilyrði í landbúnaði hefur verið áberandi undanfarin misseri og í kjölfar öfgakenndra aðfangahækkana á síðasta ári hefur starfsgreinin staðið höllum fæti að ákveðnu leyti. Dregið hefur úr matvælaframleiðslu á landinu ár frá ári síðan 2018 og ef framleiðslutölur eru bornar saman við fólksfjölda er ljóst að markmið um að hægt verði að fæða þjóðina með innlendri framleiðslu fjarlægist í sífellu.

Mestu munar um samdrátt í sauðfjárrækt. Framleiðsla kindakjöts á mann dróst saman um rétt tæp 30% frá árinu 2012 og fram yfir árið 2022. Hrossakjötsframleiðsla dróst saman um 40% og svínakjötsframleiðsla um 12%. Framleiðsla allra tegunda jókst annaðhvort árið 2020 eða 2021 í kjölfar fækkunar ferðamanna á landinu en hefur svo fallið aftur.

Í endurnýjun búvörusamnings um grænmetisrækt árið 2020 var lagt fram markmið um að auka ræktun grænmetis á Íslandi um 25% frá meðal framleiðslu þriggja ára þar á undan. Háleitt markmið sem, aftur, hefur skírskotun í bæði fæðuöryggis- og umhverfissjónarmið. Frá þeim tíma hefur heildarframleiðsla nokkurn veginn staðið í stað og þar með dregist saman á hvern einstakling. Árið 2022 var framleiðsla á mann, af þeim tegundum sem til eru opinberar tölur um, 35 kg. Er það 15 kg samdráttur frá 2012. Jafnvel þótt markmið um 25% aukningu frá meðalframleiðslu áranna 2017 til 2019 hefði náðst væri framleiðslan enn töluvert undir framleiddu magni ársins 2012.

Samhliða þessum samdrætti í framleiðslu á mann hefur innflutningur aukist. Árið 2022 voru flutt inn til landsins tæplega 14,5 kg af kjöti og ostum á mann. Er það meira en þreföldun frá árinu 2012 og féll markaðshlutdeild innlendrar kjötframleiðslu til að mynda úr 92,7% niður í 76,1%. Yfir sama tímabil féll markaðshlutdeild innlends grænmetis úr 55% í 46%.

Að reiða sig alfarið á innlenda framleiðslu og útiloka innflutning á matvælum er bæði óraunhæft og óskynsamt út frá fæðuöryggissjónarmiðum. Hins vegar er eðlilegt að bæði bændur og stjórnvöld spyrji sig hvert þau vilji að íslensk matvælaframleiðsla stefni og hvað sé hægt að gera til að styðja hana á þeirri vegferð.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...