Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Farvegur mjólkurafurða var einnig skoðaður. Hér eru nemendur í skoðunarferð í fjósinu á Gunnbjarnarholti þaðan sem Hreppamjólk kemur. Arnar Bjarni Eiríksson bóndi leiðir veginn.
Farvegur mjólkurafurða var einnig skoðaður. Hér eru nemendur í skoðunarferð í fjósinu á Gunnbjarnarholti þaðan sem Hreppamjólk kemur. Arnar Bjarni Eiríksson bóndi leiðir veginn.
Mynd / Odd Stefán
Líf og starf 28. nóvember 2022

Matreiðslunemar fylgdu nauti alla leið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Íslenskt gæðanaut, verkefni á vegum Bændasamtaka Íslands, bauð nýverið tilvonandi matreiðslumeisturum í Hótel- og veitingaskóla MK í heimsókn í sveitina með það fyrir augum að kynna þau fyrir íslenskri matvælaframleiðslu.

Hluti af því var verkefni þar sem nemendur fóru á Nýjabæ undir Eyjafjöllum og völdu naut til slátrunar. Skólafólkið heimsótti Sláturhúsið á Hellu hvert gripurinn fór og kynnti sér starfsemina þar, enda mikilvægt fyrir matreiðslufólk að þekkja ferli matvælanna í þaula. Þá komu þau einnig við hjá fyrirtækinu Hreppamjólk og fengu kynningu á starfseminni þar.

Þessi kjötskrokkur var tekinn í aðstöðu Hótel- og matvælaskólans í MK þar sem lærisveinarnir fullverkuðu kjötið. Lokapunktur verkefnisins var verkleg æfing í framreiðslu og matreiðslu þar sem boðið var í fjölréttaðan kvöldverð.

10 myndir:

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...