Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961
Mynd / Bbl
Gamalt og gott 18. mars 2025

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í kringum árið 1980 tóku sjö bændur í Austur-Landeyjum sig saman um að rækta korn á alls ellefu hektara svæði. Var það Magnús Finnbogason, frá bænum Lágafelli, sem bar fram tillöguna á búnaðarfélagsfundi þá um veturinn og tóku þeir Ragnar Guðlaugsson á Guðnastöðum, Þorsteinn Þórðarson á Sléttubóli, Hlöðver Diðriksson í Litlu-Hildisey, Eiður Hilmisson á Búlandi, Guðlaugur Jónsson, Votmúlastöðum, og Guðmundur Pétursson, Stóru-Hildisey, vel undir.

Magnús hafði svo umsjón með að panta fræ og fá leigða þreskivél auk þess að semja við Jóhann Franksson de Fontenay, framkvæmdastjóra Stórólfsvallabúsins, um þurrkun og kögglun fóðursins, en korninu var blandað við grænfóður og ætlunin að fóðra helst mjólkurkýr með þessu kjarnmikla fæði. Í tímaritinu Frey, í ársbyrjun 1982, segir frá því að uppskera kornsins varð afar breytileg hjá þeim félögunum, eða frá þremur upp í 28,5 tunnur á hektara. Af sjö kornræktarmönnum voru fimm með yfir ellefu tunnur á hektara en meðaluppskeran var 13,5 tunnur á hektarann.

Myndin sýnir Jóhann við stýrið á Massey Fergusson þreskivél við kornskurðinn árið 1961, þeirrar einu sem til var á þeim tíma. Kemur fram í Þjóðviljanum sama ár að hann sé búfræðikandidat að mennt, sonur franska sendiherrans de Fontenay sem var mikill Íslandsvinur alla tíð

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f