Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ferðamannapúls Gallup 2021, hlutfall svarenda sem borðuðu þessar íslensku matvörur í heimsókn sinni til Íslands. 2.658 svör með 97% svarhlutfall.
Ferðamannapúls Gallup 2021, hlutfall svarenda sem borðuðu þessar íslensku matvörur í heimsókn sinni til Íslands. 2.658 svör með 97% svarhlutfall.
Lesendarýni 16. febrúar 2022

Markaðsstofan Icelandic Lamb 5 ára

Höfundur: Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Icelandic Lamb & verkefnastjóri hjá BÍ

Um sl. áramót fagnaði markaðs­stofan Íslenskt lambakjöt (e. Icelandic Lamb) fimm ára starfs­afmæli. Starfinu er ætlað að stuðla að auknu virði afurða sauðfjárræktarinnar. Megnið af starfi fyrstu fimm áranna hefur snúist um ferðamannamarkað.

Starfsemin hefur gagnast veitingageiranum og ferða­þjónustu og aukið sýnileika lambakjöts verulega. Lamb er uppáhalds íslenska afurðin á diskum ferðamanna, í áherslum markaðsstofunnar er sagan sögð og hágæða hráefnið kynnt sem sjálfsagður partur af íslenskri matarupplifun. Samstarf við veitingamenn og valdar sérverslanir er lykilatriði í því að upplýsa kröfuharða neytendur um íslenskt lambakjöt þar sem merki og markaðsefni í enskri og einnig íslenskri útgáfu er í forgrunni.

Gallup hefur sl. fimm ár mælt áhrif markaðsherferðarinnar og neyslu hópsins á íslensku kjöti, fiski og mjólkurvörum. Könnun í júlí sl. sýndi stökk í neyslu hópsins á flestum íslenskum háenda afurðum. Lambið trónar sem fyrr á toppnum með hæstu mælinguna frá upphafi, þorskur, skyr og lax fylgdu fast á eftir. Neysla ferðamanna hefur samkvæmt þessu aukist um 15% frá 2017. Fylgni í þekkingu á merki Icelandic Lamb við neyslu hópsins er skýr og er ljóst að markaðssetning og samstarfsverkefni markaðs­stofunnar hafa náð góðum árangri.

Lykiltölur:
67,5% svarenda borðuðu lambakjöt í heimsókninni.

76% svarenda sem þekktu Icelandic Lamb merkið borðuðu lambakjöt í heim­sókninni, en neysla hópsins sem EKKI þekktu merkið var 20% lægri. M.ö.o., 20% fleiri velja lamb þegar IL hefur náð til þeirra með blöndu af auglýsingabirtingum og samstarfi við veitingahús.

84% þeirra sem þekkja merkið sáu skjöld Icelandic Lamb á t.d. veitingahúsi.

Lengi vel hafði fjöldi veitingamanna töluverða minnimáttarkennd fyrir því sem að utan kom, sást yfir tækifærin sem blöstu við. Ekki misskilja mig, erlend áhrif eru líka jákvæð og af þeim má margt læra, t.d. virðingu framleiðenda og matvælavinnslu fyrir hráefnum og hefðum sem tilheyra stað og stund. En flestir skilja nú að erlendir gestir sækja í staðbundið hráefni og vilja heyra söguna að baki. Spænskir tómatar á Flúðum, hollenskur kálfur á Sauðárkróki og sænsk síld á Fáskrúðsfirði felur afar takmarkaða sögu í sér fyrir viðskiptavini. Virðið felst í að halda því sögu og menningu að gestum og magna upp jákvæða upplifun og virði þjónustunnar. Smæðina má líka nýta sem styrkleika. Nýtum meðbyr, leggjum af þá minnimáttarkennd sem enn finnst, og vinnum að því að auka virði okkar íslensku afurða, lambakjöts sem annarra, á öllum stigum keðjunnar.

Hafliði Halldórsson
framkvæmdastjóri Icelandic Lamb & verkefnastjóri hjá BÍ

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...