Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Bergur Jónsson, Olil Amble og Sleipnisbikarhafinn Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum.
Bergur Jónsson, Olil Amble og Sleipnisbikarhafinn Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum.
Mynd / ghp
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hrossarækt með afkomendum Álfadísar frá Selfossi. Sonur hennar, Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum, hlaut Sleipnisbikarinn á nýafstöðnu Landsmóti hestamanna.

Bændasamtök Íslands veita á hverju Landsmóti þeim stóðhesti sem efstur stendur í heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi og er æðsta viðurkenning sem veitt er í hrossarækt. Í ár kom það í hlut Álfakletts en hann er annar sonur ættmóðurinnar Álfadísar frá Selfossi sem hlýtur bikarinn. Fimm afkvæmi Álfadísar hafa nú hlotið lágmark til heiðursverðlauna. Auk Álfakletts eru það Álfasteinn og Álfur frá Selfossi og Álffinnur og Heilladís frá Syðri- Gegnishólum og svo hefur Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum hlotið 1. verðlaun fyrir afkvæmi.

Hátt hlutfall afkvæma mætir í kynbótadóms

Álfaklettur er fæddur árið 2013 undan Stála frá Kjarri. Hann er því einungis ellefu vetra gamall. Hann hlaut hæst 8,94 í aðaleinkunn í kynbótadómi árið 2020, þar af 9,01 fyrir kosti og 8,82 fyrir sköpulag. Hann hlaut þá einkunnina 9,5 fyrir skeið, samstarfsvilja og samræmi. Hann fékk ekki mjög mikla notkun framan af. „Heiðursverðlaunin hlýtur hann því fyrir árangur fárra hesta sem urðu til og fæddust fyrir árið 2020 þegar hann hlaut þessa háu einkunn á kynbótabrautinni og vakti athygli. Það þýðir að 42 prósent afkvæma sem hafa aldur til hafa mætt í kynbótadóm sem gefur honum 136 stig fyrir eiginleikann mæting til dóms í kynbótamati, sem ég held að teljist einstakur árangur,“ segir Olil.

Afkvæmi Álfakletts eru í dag skráð 556 talsins og hafa fimmtíu þeirra mætt til kynbótadóms. Hæst dæmda afkvæmi Álfakletts er Húni frá Ragnheiðarstöðum sem stóð efstur sex vetra stóðhesta á nýafstöðnu Landsmóti með 8,72 í aðaleinkunn.

Samtvinnuð blanda

Olil og Bergur búa í Syðri- Gegnishólum í Flóahreppi. Þau reka þar fyrirtækið Gangmyllan ehf. og rækta saman hross sem er kennt við Ketilsstaði/ Syðri-Gegnishóla. Þau eiga hrossin og rækta þau saman en hafa haft gaman af því að halda til haga uppruna hrossanna sem þau áttu áður en þau fóru að búa saman.

„Hrossin sem rekja ættir sínar í beinan móðurlegg til Ketilsstaða á Völlum eru skráðir með Berg sem eiganda og ræktanda en hrossin sem eru kennd við Syðri-Gegnishóla rekja beinan móðurlegg að Syðri- Gegnishóla, Selfoss, Stangarholt eru skráðir á Olil. Þessi hross eru þó öll ræktuð af okkur og eign okkar beggja,“ segir Olil, enda mörg þeirra orðin samtvinnuð blanda þessara tveggja stofna.

Léttleiki, mýkt og fegurð

Þau eru að vonum stolt með sögulega góðan árangur afkomenda Álfadísar á kynbótasviðinu. „Álfaklettur er sjálfsöruggur og næmur og rólegur. Hann hefur erft ríkulega geðslag móður sinnar, verandi mjög mannelskur og hlustar vel á knapann sem á honum situr. Ég hef sjaldan verið með jafn tillitssaman hest,“ segir Olil. Bergur bætir því þó við að hann sé þó alltaf til í að „hækka í græjunum“, sé vilji knapans til þess enda framúrskarandi ganghestur.

„Léttleiki, mýkt og fegurð eru hans helstu einkenni. Árangur Álfakletts sýnir fyrst og fremst styrkleika hans og móður hans, sem er orðin á bak við stóran hluta af íslenska hrossastofninum,“ segir Bergur.

„Ekki má gleyma að faðir hans er gæðingsfaðirinn Stáli frá Kjarri sem ber til afkvæma sinna mjög svipað geðslag og Álfadís,“ bætir Olil við.

Samkvæmt upplýsingum úr WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, eru afkomendur Álfadísar frá Selfossi nú orðnir 26.045 talsins. Af þeim hafa 1.644 hlotið fullnaðardóm á kynbótasýningu og 61 afkomandi var sýndur í kynbótadómum á nýliðnu Landsmóti. „Þessi árangur Álfadísar er mikill styrkur fyrir afkvæmi og afkomendur hennar. Í tölunum liggur mikið af góðum upplýsingum og öryggi fyrir ræktendur. Svo er þetta ofboðslega gaman sem ræktandi að ná svona árangri, það sýnir að maður getur ekki bara náð toppnum heldur haldið sér þar,“ segir Olil.

Álfaklettur fer ekki úr landi

Aðspurð um framtíð Álfakletts segir Olil að hún hafi fyrir löngu tekið þá ákvörðun að hafa hann staðsettan á Íslandi um ókomna tíð.

„Okkur finnst Álfaklettur mjög sérstakur hestur sem býr yfir frábærum eiginleikum. Við viljum nota hann sem ræktunargrip hjá okkur og bjóða öðrum að nota hann og njóta. Margir bræður hans hafa farið úr landi, Álfasteinn, Álfur, Álffinnur og Gandálfur auk þess sem Álfgrímur, sem ég keppti á í B-flokki, er seldur til Bandaríkjanna þó hann sé enn hér. Okkur finnst það því skylda okkar sem ræktendur að hafa Álfaklett hér á landi. Hann er enn ungur þótt hann hafi nú þannig lagað lokið ferlinum á kynbótasviðinu,“ segir Olil. Líklega taki nú við keppnisferill hjá gæðingaföðurnum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...