Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Sigurbjartur Ingibergsson mótsstjóri útskýrir reglurnar.
Sigurbjartur Ingibergsson mótsstjóri útskýrir reglurnar.
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Höfundur: Páll Imsland

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fór fram í Breiðfirðingabúð föstudaginn 15. nóvember sl.

Hornafjarðarmanni er afbrigði af spilinu Manna sem var mjög vinsælt meðal Íslendinga á meðan menn stunduðu það enn að spila á spil sér til afþreyingar, afþreyingu sem mikið hefur hnignað á síðustu áratugum. Líklega byrjaði þessi afþreying að láta undan fyrir sjónvarpsáhorfi þegar sjónvarpið breiddist út en hefur örugglega hjaðnað enn hraðar eftir að einstaklingstölvur og snjalltæki komu til sögunnar.

Afbrigðið af Manna sem kallast Hornafjarðarmanni er rakið til séra Eiríks Helgasonar (1892–1954) sem var prestur á Sandfelli í Öræfum og síðan prófastur í Bjarnanesi í Hornafirði. Það var mjög vinsælt í Austur-Skaftafellssýslu og breiddist þaðan út með vertíðarmönnum sem reru frá Hornafirði á 20. öldinni og fleirum og var orðið þekkt um mest allt land áður en halla fór undan fæti fyrir almennri spilamennsku.

Hornafjarðarmanni hefur þó gengið í endurnýjun lífdaga á síðustu áratugum, eftir að eldhuginn Albert Eymundsson á Höfn í Hornafirði efndi til kappmóta í Hornafjarðarmanna. Það byrjaði allt á 100 ára afmæli Hornafjarðar sem verslunarstaðar árið 1997. Nú er keppt í þessu spili á ýmsum vettvangi. Hæst ber þó þrjú kappmót í spilinu. Eitt þeirra er keppnin um Hornafjarðarmeistara í Hornafjarðarmanna. Annað er Íslandsmótið í Hornafjarðarmanna, sem fram fer á vegum Skaftfellingafélagsins í Reykjavík árlega og er nú nýafstaðið. Hið þriðja er Heimsmeistaramótið í Hornafjarðarmanna, sem jafnan fer fram í tengslum við Humarhátíð á Hornafirði í júlí ár hvert. Fólk kemur víða að til að taka þátt í þessum mannamótum sem einkennast af sérstöku samspili skemmtunar og keppni.

Í Hornafjarðarmanna spila þrír á borði og safna stigum. Spilareglurnar eru einfaldar og lærist spilið mjög fljótt. Sá sem í lokin hefur aflað sér flestra stiga hefur unnið. Í keppnum í spilinu er spilað á mörgum borðum og flakka menn á milli númeraðra borða eftir ákveðnum reglum.

Mótsstjóri mannamótsins að þessu sinni var Sigurpáll Ingibergsson frá Fiskhóli á Höfn í Hornafirði. Íslandsmeistari árið 2024 varð Bjarki Elvar Stefánsson, sem er ættaður frá Hofskoti í Öræfum. Í lokasennunni atti hann kappi við hjónin Elínu Guðmundardóttur, sem er Norðfirðingur og Jón Guðmundsson frá Dvergasteini á Höfn. Veglegur farand-verðlaunagripur fylgir titlinum Íslandsmeistari í Hornafjarðarmanna. Hann er sérhannað hornfirskt leirlistaverk eftir Kristbjörgu Guðmundsdóttur leirlistakonu, en hún er af hornfirskum ættum, frá Byggðarholti í Lóni. Það var því sterkur skaftfellskur blær yfir mótinu.

Íslandsmeistari í Hornafjarðarmanna, Bjarki Elvar Stefánsson, fyrir miðju, og hjónin Elín Guðmundardóttir og Jón Guðmundsson sem urðu í 2. og 3. sæti.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f