Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Einar Indriðason, Ingibjörg Sigurðardóttir og Ester Sigfúsdóttir á sviðinu. Ef vel er að gáð má sjá að Einar er í mislitum sokkum.
Einar Indriðason, Ingibjörg Sigurðardóttir og Ester Sigfúsdóttir á sviðinu. Ef vel er að gáð má sjá að Einar er í mislitum sokkum.
Mynd / Jón Jónsson
Menning 24. mars 2023

Maður í mislitum sokkum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Sunnudaginn 26. mars frumsýnir Leikfélag Hólmavíkur gamanleikinn Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman, í leikstjórn Skúla Gautasonar.

Fjallar verkið um ekkjuna Steindóru sem búsett er í blokk eldri borgara og lifir frekar tilbreytingasnauðu lífi. Dag einn er hún kemur út úr verslun og ætlar að aka heimleiðis, situr ókunnur maður í farþegasætinu i bílnum hennar. Maður þessi veit hvorki nafn sitt, né hvar hann býr eða hvert hann er að fara. Hann gerir sér þó grein fyrir að hann er klæddur mislitum sokkum. Í einhverju fáti ákveður ekkjan að taka hann með sér heim í blokkina enda óviss um hver hann er eða hvað á að gera við hann. Þar fléttast vinkonur hennar og aðrir nærstaddir inn í málið með tilheyrandi vandræðagangi. Er um bráðskemmtilega atburðarás að ræða og býður sýningin í raun bæði upp á hlátur og grátur og ætti enginn að láta sýninguna framhjá sér fara.

„Þetta er notalegur gamanleikur og ég held að allir ættu að geta haft gaman af sýningunni,“ segir Skúli Gautason leikstjóri, en þetta er í sjöunda sinn sem hann leikstýrir Leikfélagi Hólmavíkur. „Þetta er held ég eina leikfélagið á landinu sem hefur haldið í þá hefð að fara jafnan með sýningar sínar í leikferð,“ bætir hann við.

Frumsýning er eins og áður segir 26. mars, en sýndar verða fimm sýningar í félagsheimilinu Sævangi þar sem Sauðfjársetrið er til húsa. Þar er að panta súpu á fyrir sýningar, en þeim lýkur laugardaginn fyrir páska. Í framhaldinu er svo stefnt að því að fara í leikferð eftir sauðburð. Miðasölusími er 693 3474 og hefjast aðrar sýningar en sú fyrsta kl. 20.

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...