Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þegar hestar eru hvíldir væri öruggara fyrir vegfarendur að vera með þá fjær vegi en þarna er gert þar sem einn lítill rafmagnsstrengur átti að halda þeim frá veginum. Aðvífandi umferð getur valdið hræðslu hjá stóðinu.
Þegar hestar eru hvíldir væri öruggara fyrir vegfarendur að vera með þá fjær vegi en þarna er gert þar sem einn lítill rafmagnsstrengur átti að halda þeim frá veginum. Aðvífandi umferð getur valdið hræðslu hjá stóðinu.
Fréttir 16. september 2020

Má beita skepnum í vegkanta? NEI, ÞAÐ ER EKKI LEYFILEGT!

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Í sumar var undirritaður í hóp með tíu öðrum í skemmtiferð á mótorhjóli um sveit á Vesturlandi þar sem sá sem kunnugastur var leiddi hópinn, stoppaði reglulega og sagði sögur. Það vakti athygli mína að á einum stað var skilti sem varaði við gangandi umferð, en að sögn fararstjóra fór þessi bær í eyði fyrir mörgum árum, en á öðrum stað voru útihús og íbúðarhús beggja vegna við veg og ekkert skilti sem varaði við að þar væri mögulega fólk á ferð, en þar lá hundur í leyni og stökk fram í átt að okkur og gelti.

Akstur okkar var í alla staði til fyrirmyndar (vorum að njóta en ekki þjóta), en þrátt fyrir lítinn hraða og einstaklega lágvær mótorhjól fældust tvö hross mótorhjólin við þennan bæ sem hundurinn hrekkjótti var á. Ástæðan var einföld, hestunum var beitt í vegkantinn og einn lítill rafmagnsstrengur átti að halda þeim frá veginum. Annað hrossið fældist og byrjaði að hlaupa og samkvæmt eðli hesta hljóp hitt hrossið líka stefnulaust í gegnum girðingu, yfir grindahlið og hvarf sjónum okkar (sennilega bæði skelfingu lostin yfir þessum 11 mótormerum sem þau höfðu sennilega aldrei áður séð).

Ekki gera allir sér grein fyrir hættunni að beita hestum í vegkanta

Þann 12. júlí 2012 var grein í Lesendabás Bændablaðsins eftir undirritaðan sem bar fyrirsögnina „Hestar í vegköntum“. Þessi grein var forsmekkur af forvarnapistlum þeim sem undirritaður hefur haft umsjón með hér í blaðinu síðan 2013. Í áðurnefndri grein er vitnað til Ólafs Dýrmundssonar (fyrrverandi landnýtingarráðunautar) um að engar skepnur eigi að vera lausar á því auða svæði sem girðir af vegi, en að sama skapi telji hann að Vegagerðin eigi að sjá um að slá gras á þessu afgirta svæði. Ástæða vegkantabeitar er hjá sumum til að losna við hátt gras í vegkanti.

Víða má sjá ummerki um vegkantabeit.

Lagalega hliðin og hlutverk lögreglu

Í áðurnefndri grein var leitað álits lögfræðings Bændasamtakanna, Elíasar Blöndal Guðjónssonar, en hann vildi beina þeim tilmælum til bænda að athuga tryggingarstöðu sína vegna skaðabótaskyldu sem gæti hlotist af vegkantabeit. Einnig athugaði ég hvort lögreglan væri upplýst um að þetta mætti ekki og hafði samband við tvo lögreglumenn sem báðir hafa starfað í fleiri en einu umdæmi. Annar þeirra hafði vegna vinnu sinnar komið að svona kvörtun þar sem hestum var beitt í vegkant. Hann kynnti sér lög og reglur um skepnur við vegi og eftir þann lestur var hans skilningur að hestar yrðu að vera a.m.k. 15 metra frá vegi og í framhaldi lét hann viðkomandi færa girðingu samkvæmt því. Hinn lögreglumaðurinn hafði ekki komið að neinu svona máli og vildi sem minnst tjá sig um þetta mál.

Var lögreglan óafvitandi að láta hafa sig af fíflum?

Þegar við félagarnir 11 komum út af fáförnum sveitaveginum inn á malbikaðan aðalveginn beið okkar þar lögreglan. Við höfðum verið kærðir, allir skrifaðir niður, nafn, kennitala, ökuskírteinisnúmer. Ég gat ekki annað en brosað, af hverju er lögreglan að láta hafa sig af fíflum, eyða tímanum í svona fíflaskap, eða vita þeir ekki hverjar reglurnar eru? hugsaði ég. Daginn eftir var hringt og okkur tjáð að kæran væri látin niður falla. Það sem mér sárnar mest er að hvorki sá sem yfir hestunum réð né lögreglan væru með reglurnar á hreinu því að ef einhver okkar hefði slasast hefði umráðamaður hestanna verið skaðabótaskyldur í eigin persónu eða í gegnum tryggingarfélag sitt.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f