Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mold íslenskra votlenda inniheldur áfok og gjóskulög og eru því sannarlega með lægra hlutfall (%) kolefnis í hverju jarðvegslagi en gengur og gerist í mómýrum norðurslóða – og þeim mun lægra hlutfall sem áfokið er meira.
Mold íslenskra votlenda inniheldur áfok og gjóskulög og eru því sannarlega með lægra hlutfall (%) kolefnis í hverju jarðvegslagi en gengur og gerist í mómýrum norðurslóða – og þeim mun lægra hlutfall sem áfokið er meira.
Á faglegum nótum 31. maí 2021

Losa íslensk votlendi minna af CO2 en erlendar mómýrar vegna lægra kolefnishlutfalls?

Höfundur: Ólafur Arnalds

Samkvæmt skýrslugjöf Íslands til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna losa framræst votlendi á Íslandi rúmlega helmingi meira af gróðurhúsalofttegundum en önnur starfsemi hérlendis, þ.á m. samgöngur, iðnaður o.s.frv.

Að gefnu tilefni er rétt að huga að mismuninum á kolefnishlutfalli og magni kolefnis í jarðvegi á Íslandi í tengslum við losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem gætt hefur bagalegs misskilnings í umræðunni.

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðar-háskóla Íslands.

Mold íslenskra votlenda inniheldur áfok og gjóskulög og eru því sannarlega með lægra hlutfall (%) kolefnis í hverju jarðvegslagi en gengur og gerist í mómýrum norðurslóða – og þeim mun lægra hlutfall sem áfokið er meira. Því er gjarnan haldið fram að losun íslenskra votlenda hljóti því að vera minni en t.d. finnskra mómýra, sem haldið er á lofti bæði af leikum sem lærðum, m.a. hér í Bændablaðinu. Í þessu felst afar bagalegur misskilningur. Heildarmagn (kg/m3 eða kg/m2) kolefnis er nefnilega ekki endilega lægra í íslensku votlendunum (þungi kolefnis í hverjum rúmmetra eða undir hverjum fermetra). Það má ekki gleyma að gera ráð fyrir rúmþyngd jarðvegsins, sem er meiri í votlendum á Íslandi en í arktískum mómýrum almennt. Íslenski votlendisjarðvegurinn er einfaldlega þyngri í sér en mómold í nágrannalöndunum.

Tökum dæmi þar sem borið er saman arktískt votlendi (mójörð) með 30%C og rúmþyngd 0,2 t/m3 annars vegar og hins vegar votjörð á Suðurlandi með 10%C (sem telst lágt kolefnishlutfall í votlendi) en rúmþyngdina 0,6 t/m3:

Þyngd (heildarmagn) kolefnis í rúmmetra moldar (kg) = %C/100 x rúmþyngd t/m3 x 1000 kg/t

Arktísk mójörð: 30/100 x 0,2 x 1000 = 60 kg/m3

Sunnlensk votjörð: 10/100 x 0,6 x 1000 = 60 kg/m3

Niðurstaðan er því sú að það er jafnmikið kolefni í rúmmetra af íslensku votjörðinni og í finnskri mójörð í þessu dæmi. Almennt er ekki hægt að nota þá röksemdafærslu fyrir því að íslensk votlendi hljóti að vera losa minna af gróðurhúsalofttegundum vegna þess að þau séu ekki eins lífræn, heildarmagn kolefnis er sambærilegt. Hærra steinefna­innihald og lægra C/N hlutfall í íslenskum votlendum eru líkleg til að hafa örvandi áhrif á örveruvirkni og losun CO2 miðað við t.d. finnskan mó. Rannsókn Snorra Þorsteinssonar á losun frá kjörnum með mismunandi kolefnisinnihald styðja við þau líkindi (BSc verkefni við LbhÍ).

Losun CO2 úr framræstum votlendum er væntanlega mis­jafnlega mikil – breytileiki í lands­lagi, jarðvegsgerð, og gerð skurða er mikill sem og grunnvatnsstaðan. Votlendi sem hafa myndast við uppgræðslu á söndum eru t.d. afar sérstök kerfi. Líklegt er að þau séu binda þrátt fyrir framræslu – alla vega á meðan moldin er að safna kolefni og kolefnislagið er að þykkna. Enn á eftir að bæta verulega í þekkingu á losun á milli mismunandi jarðvegsgerða, umhverfisaðstæðna og rasks, en þær rannsóknir sem gerðar hafa verið gefa til kynna að losunartölur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna séu góð nálgun fyrir meðaltalið. Nota ber bestu þekkingu á hverjum tíma – eins og nú er gert að hálfu Umhverfisstofnunar við skýrslugjöf til Loftslagssamningsins.

Mikilvægt er að hafa í huga að ekki hefur verið rætt um að fylla í skurði á því landi sem er notað til heyframleiðslu eða aðra ræktun þegar rætt er um endurheimt votlendis. Hins vegar er sjálfsagt er að fylla upp í skurði sem hafa engan augljósan eða hagnýtan tilgang og þar er af nógu að taka. Losun frá framræstum mýrum hefur vissulega áhrif á kolefnisspor framleiðslu sem nýtir slíkt land – það er málefni sem skoða þarf frá sem flestum hliðum í framtíðinni. En það er mikilvægt að halda því til haga að magn kolefnis í íslenskum votlendum er oftast sambærilegt við það sem þekkist í mómýrum nágrannalandanna, en eðli jarðvegs getur mögulega verið hvetjandi fyrir losunina miðað við aðrar mómýrar.

Skylt efni: kolefnislosun mýrar

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...