Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Lömb eru vitsmunaverur
Líf og starf 28. desember 2022

Lömb eru vitsmunaverur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Íslensk lömb – Lambadagatal 2023 er komið út.

Prýðir það að venju ljósmyndir frá sauðburði í maí 2022, af um sólarhrings gömlum lömbum úti í íslenskri náttúru í fyrsta sinn í lífinu. Myndirnar fanga vel fegurð þeirra, persónuleika, geðslag ásamt þeirri einstöku dásemd sem fólgin er í nýju lífi að vori. Margslungnum litaafbrigðum íslensku sauðkindarinnar eru gerð góð skil á dagatölunum nú sem fyrr og nefna má t.a.m. hvít, svört, doppótt, móbíldótt, mórautt, móbotnótt, svarbotnótt, goltótt, gráírótt, móflekkótt, grábotnótt, ýrumókrúnótt, leistótt, baugótt auk fjölda annarra litaafbrigða íslensku sauðkindarinnar.

Ragnar Þorsteinsson, sauðfjárbóndi í Sýrnesi í Aðaldal, er útgefandi og höfundur lambadagatalsins og segir það bæði gefandi og krefjandi að taka myndir af lömbum eins og öðru ungviði.

„Þau eru mjög sjálfstæð, og á sífelldri hreyfingu, fylgjast vel með því sem um er að vera. Áður en lömbin fara í myndatöku þarf að vera búið að spjalla við þau, kela, knúsa, vinna traust þeirra og vináttu svo þau verði nú ekki skelfingu lostin yfir þessari margbreytilegu og skrítnu veröld sem þau eru að upplifa og hafa þarf í huga grundvallarregluna í samskiptum. Lömb eru vitsmunaverur með tilfinningar og það þarf að koma fram við þau sem slík.“

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...