LK heldur tvo haustfundi í dag
Tveir haustfundir Landssambands kúabænda verða haldnir í dag, föstudaginn 11. nóvember. Sá fyrri verður á Hótel Hamri í Borgarnesi kl. 12 og í kvöld í Dalakoti í Búðardal kl. 20.30.
Framsögumenn á fundunum eru þau Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda og Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK. Kúabændur og allt áhugafólk um málefni greinarinnar er hvatt til að mæta!
Næstu haustfundir LK eru:
Mánudaginn 14. nóvember kl. 12.00. Hótel KEA, Akureyri.
Mánudaginn 14. nóvember kl. 20.30. Félagsheimilinu Breiðumýri.
Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 12.00. Gistihúsinu Egilsstöðum.
Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20.30. Hótel Tanga, Vopnafirði.
Miðvikudaginn 16. nóvember kl. 12.00. Mælifelli, Sauðárkróki.
Miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20.30. Sveitasetrinu Gauksmýri.
Þriðjudaginn 22. nóvember kl. 12.00. Hótel Ísafirði.
Föstudaginn 2. desember kl. 12.00. Nánari staðsetning kemur síðar, Hvolsvelli.
Föstudaginn 2. desember kl. 20.30. Nánari staðsetning kemur síðar, Kirkjubæjarklaustri.
Laugardaginn 3. desember kl. 12.00. Nánari staðsetning kemur síðar, Höfn.