Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Litríkt púðaver
Hannyrðahornið 30. mars 2021

Litríkt púðaver

Höfundur: Handverkskúnst

Prjónað púðaver úr DROPS Paris. Prjónað í röndum, með garðaprjóni og snúningum.

DROPS Design: Mynstur w-059-bn

Stærð: Þvermál af púðaverinu: ca 35 cm. Passar fyrir hringlaga kodda ca 40 cm að þvermáli.

Garn: DROPS PARIS (fæst í Handverkskúnst)

- Ljósblár nr 101: 50 g

- Fífill nr 14: 50 g

- Rjómahvítur nr 17: 50 g

- Apríkósa nr 01: 50 g

- Rauður nr 12: 50 g

Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm nr 3 eða sú stærð sem þarf til að fá 20 lykkjur x 40 umferðir = 10x10 cm.

Hringlaga púði ca 40 cm að þvermáli.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):

Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

Litaröð-1:

Mynstureining 1 og 8: ljósblár

Mynstureining 2 og 6: fífill

Mynstureining 3 og 10: rjómahvítur

Mynstureining 4 og 7: apríkósa

Mynstureining 5 og 9: rauður

Litaröð-2:

Mynstureining 1 og 8: rjómahvítur

Mynstureining 2 og 6: rauður

Mynstureining 3 og 10: ljósblár

Mynstureining 4 og 7: apríkósa

Mynstureining 5 og 9: fífill

PÚÐI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í 2 stykkjum sem síðan eru prjónuð saman í lokin. Prjónað er garðaprjón og styttar umferðir í mynstureiningum og gatamynstur er prjónað á milli hverra mynstureininga.

PÚÐAVER: Fitjið upp 35 lykkjur á hringprjón nr 3 með ljósbláum. Prjónið garðaprjón og litaröð-1 – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT eru prjónaðar styttar umferðir (1. umferð = rétta): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman (passið að prjóna þær ekki laust), snúið við og prjónið slétt til baka. Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, snúið við og prjónið til baka. Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, snúið við og prjónið til baka. Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, snúið við og prjónið til baka. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 34 umferðir garðaprjón og prjónað hefur verið einni lykkju færri í hvert skipti sem snúið er við. Nú er 1 lykkja á prjóni. Næsta umferð er prjónuð yfir allar lykkjur þannig: 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn, *1 lykkja slétt (lykkja sem áður var prjónuð 2 slétt saman), sláið uppá prjóninn*, prjónið frá *-* endið á 1 lykkja slétt = 35 lykkjur á prjóninum. Snúið við og prjónið til baka. ATH! uppáslátturinn er prjónaður slétt í þessari umferð, það eiga að myndast göt. Fyrsta mynstureiningin af púðaverinu hefur nú verið prjónuð. Prjónið næstu mynstureiningu eins og kemur fram að ofan, þar til prjónaðar hafa verið 10 mynstureiningar. Fellið laust af.

Prjónið annað stykki alveg eins, nema nú eru prjónað eftir litaröð-2.

FRÁGANGUR: Saumið með þræði í gegnum allar kantlykkjurnar í miðju og dragið saman, festið þráðinn vel. Saumið saman uppfitjunarkantinn og affellingarkantinn. Endurtakið á hinu stykkinu. Saumið bæði stykkin saman í ystu lykkjubogana/umferð – passið uppá að gengið sé frá púðaverinu þannig rendur í sama lit séu á móti hverri annarri. Skiljið eftir ca 3 mynstureiningar til að setja koddann í áður en opið er saumað saman.

Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...