Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Maja Siska í peysu Kristylopi eftir Helene Magnusson úr Þingborgarlopa og jurtalituðu Huldubandi.
Maja Siska í peysu Kristylopi eftir Helene Magnusson úr Þingborgarlopa og jurtalituðu Huldubandi.
Líf og starf 28. júlí 2021

Listi yfir prjónaband

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Áhugi fólks á að prjóna og hekla er gríðarlegur og úrvalið af bandi sömuleiðis mikið. Aragrúi uppskrifta eru búnar til og fólk framleiðir flíkur og nytjahluti úr alls kyns garni og bandi.

Þótt uppskriftir séu gefnar upp fyrir ákveðna bandtegund má oft nota annað band. Maja Siska ásamt Huldu Brynjólfsdóttur og Katrínu Andrésdóttur hafa tekið saman lista yfir prjónaband sem er framleitt á Íslandi eða úr íslenskri ull. „Sumum finnst það einfalt og eðlilegt að finna sambærilegt band eða aðlaga uppskriftina að bandi sem er til, en það eru ekki allir í þeim sporum. Til að geta gert þetta á þægilegan hátt þurfum við að hafa nægar upplýsingar til samanburðar, hvaða efniviður er í bandinu, prjónfesta og prjónastærð, þyngd/lengd og ýmislegt annað sem skiptir máli. Öll umræða í dag hneigist að því að fækka sótsporum og nýta náttúrulegt hráefni úr nærumhverfinu. Stuðla þannig að sjálfbærni og umhverfisvernd,“ segir Maja Siska og bætir við:

„Til að koma til móts við þá sem vilja aðlaga uppskriftir að íslenskri framleiðslu ákvað ég að safna upplýsingum um íslenskt band og skrá þær á aðgengilegan hátt. Þannig verður auðveldara að velja band sem hentar í stað þess bands sem gefið er upp í uppskriftinni. Með þessu viljum við líka hvetja fólk sem notar garn eða band við handverk sitt að velja íslenskt ef þess er kostur, úrvalið er ótrúlega fjölbreytt!“

Skjalið er aðgengilegt til niðurhals og útprentunar á uppspuni.is og thingborg.is. Má deila að vild. 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.