Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
 Mun minna er af lífrænum matvælum í boði á Íslandi en í Danmörku. Það er því erfitt að neyta einvörðungu lífrænna afurða og umræðan um lífræna ræktun og lífrænt mataræði lítil.
Mun minna er af lífrænum matvælum í boði á Íslandi en í Danmörku. Það er því erfitt að neyta einvörðungu lífrænna afurða og umræðan um lífræna ræktun og lífrænt mataræði lítil.
Fréttir 22. júlí 2021

Lífræn ræktun á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Anna María Björnsdóttir hefur í eitt og hálft ár unnið að heimildarmynd um lífræna ræktun á Íslandi. Tildrög myndarinnar eru sú að Anna bjó í Danmörku í tíu ár þar sem tengdaforeldrar hennar reka lífrænt bú og mikil áhersla er lögð á lífræna ræktun.

Allt annað umhverfi og viðhorf blöstu við henni og fjölskyldu hennar þegar hún flutti til Íslands. Að sögn Önnu er Ísland töluvert á eftir löndunum í kringum okkur þegar kemur að lífrænni ræktun. „Á meðan ég bjó í Danmörku varð ég ólétt og þar var mikil umræða um lífræna ræktun og mikilvægi lífrænnar fæðu á meðgöngu til að draga úr magni eiturefna sem fóstrið verður fyrir. Einnig komst ég að því að stefna margra sveitarfélaga í Danmörku er að börnum í leikskólum sé boðið upp á lífrænt fæði og þannig var það þar sem við bjuggum. Þetta vakti áhuga minn á lífrænni ræktun og þeim mun meira sem ég kynnti mér málið óx áhugi minn á því. Lífræn ræktun snýst ekki bara um heilbrigði okkar heldur líka jarðarinnar. Við fjölskyldan vorum því farin að neyta nánast eingöngu matar sem hafði verið ræktaður með aðferðum sem viðurkenndar eru sem lífrænar.“

Allt annað umhverfi

„Allt annað umhverfi og viðhorf blöstu við okkur þegar við fluttum til Íslands. Mun minna er af lífrænum matvælum í boði á Íslandi en í Danmörku. Það er því erfitt að neyta einvörðungu lífrænna afurða og umræðan um lífræna ræktun og lífrænt mataræði lítil. Ég komst fljótt að því að Ísland er langt á eftir löndunum í kringum okkur hvað varðar lífræna ræktun og aðeins eru um 30 lífrænir bændur á Íslandi af u.þ.b. 3.000. Sú tala hefur nánast staðið í stað í áratugi.

Margir þessara bænda hafa synt á móti straumnum í áratugi en hafa á sama tíma sýnt og sannað hvernig er hægt að stunda lífræna ræktun á Íslandi. Sögur þessara bænda eru einstakar og sýna mikið frumkvöðlaeðli blandað við eldmóð og ástríðu fyrir að rækta matvæli í sátt við jörðina og umhverfið. Í heimildarmyndinni heimsæki ég nokkra þessara bænda og frumkvöðla í lífrænni ræktun á Íslandi.“ Anna er að safna fyrir seinni hlutanum á upptökum og eftirvinnslu á myndinni á Karolina fund og stendur söfnunin til 17. ágúst næstkomandi. Til stendur að frumsýna myndina 2022.

Linkur á söfnunarsíðuna: https://www.karolinafund.com/project/view/3433

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...