Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lífið er núna
Fréttir 3. febrúar 2021

Lífið er núna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fimmtudagskvöldið, 4. febrúar, á alþjóðadegi gegn krabbameinum, verður Kraftur með söfnunar- og skemmtiþáttinn „Lífið er núna“ í beinni útsendingu á Sjónvarpi Símans, K100 og í netstreymi á www.mbl.is.

Kraftur hefur fengið landsþekkta skemmtikrafta og tónlistarfólk í lið með sér til að skemmta áhorfendum og eru það engin önnur en GDRN, Valdimar, Ari Eldjárn, Sigríður Thorlacius og Páll Óskar sem munu stíga á stokk. Sóli Hólm og Sóley Kristjánsdóttir verða kynnar kvöldsins og munu þau einnig fá gott fólk í sófann til sín til að spjalla um málefni ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda.

Skemmri og söfnunarþáttur

„Þátturinn verður skemmtiþáttur en um leið söfnunarþáttur,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. „Það skiptir okkur í Krafti miklu máli að njóta augnabliksins og ætlum við að bjóða landsmönnum að njóta með okkur fyrir framan sjónvarpsskjáinn fimmtudaginn næstkomandi ásamt því að kynna þeim starf félagsins. Við höfum fengið frábæra listamenn með okkur í lið og er ég viss um að allir munu geta notið stundarinnar með okkur,“ segir Hulda enn fremur.

Lífið er núna þátturinn er lokahnykkur í vitundar- og árvekniátaki sem Kraftur hefur nú staðið fyrir síðustu tvær vikurnar. Markmið átaksins er að vekja athygli á hversu marga krabbamein snertir, selja húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess sem og að afla styrkja fyrir félagið. Um 70 ungir einstaklingar greinast með krabbamein á hverju ári og þegar fólk greinist með krabbamein hefur það ekki einungis áhrif á það heldur fjölmarga í kring þar á meðal maka, foreldra, börn, vini, vandamenn og jafnvel vinnufélaga.

Leggjum Krafti lið

Áhorfendur þáttarins geta lagt Krafti lið með því að kaupa húfur til styrkar félaginu, hringja inn í símaver og gerast mánaðarlegir styrktaraðilar eða gefa stakan styrk en einnig er hægt að senda SMS með  skilaboðunum Kraftur í símanúmerið 1900 og renna þá 2500 krónur til Krafts af næsta símreikningi.

Þennan dag verður einnig Vetrarhátíð sett en hún stendur yfir dagana 4. - 7. febrúar. Vegna sóttvarnarráðstafanna verður hátíðin með breyttu sniði í ár og lögð áhersla á list í almannarými, útilistaverk o.fl. Söfnunarþáttur Krafts er liður í hátíðinni en honum verður sjónvarpað frá Mál og menningu Laugavegi 18 og verða Kraftsfélagar þar fyrir utan að selja Lífið er núna húfurnar fyrir vegfarendur. Að auki verður Kraftur með grafískt „Lífið er núna“ listaverk á Laugavegi 31. „Við hvetjum fólk eindregið til að rölta niður í bæ og skoða listaverkin og kíkja við á Laugaveginum og taka mynd af sér hjá listaverkinu okkar og endilega deila henni jafnvel á samfélagsmiðlum með #lífiðernúna og sýna þar með samstöðu með Krafti og öllum þeim sem krabbamein hefur haft áhrif á,“ segir Hulda að lokum. 

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f