Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Keppni í hundasleðaakstri.
Keppni í hundasleðaakstri.
Mynd / Marcin Kozaczek
Líf og starf 9. apríl 2021

Líf og fjör á Vetrarhátíð í Mývatnssveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Mikið líf og fjör hefur verið í Mývatnssveit en þar stóð yfir Vetrarhátíð tvær fyrstu helgar marsmánaðar og var heilmikið um að vera. Það má segja að ferðaþjónustan í sveitinni hafi farið af stað með látum eftir vetrardvala.

Á hátíðinni eru stundaðar bæði hefðbundnar sem og óhefðbundnar vetraríþróttir í einstakri náttúrufegurð Mývatnssveitar. Hátíðin nú sló heldur betur í gegn og fjöldi fólks sótti Mývetninga heim og átti þar góða daga, naut alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. Uppbókað var á gistiheimilum og allir viðburðir voru vel sóttir.

Hestamótið Mývatn Open – hestar á ís fór fram í brakandi blíðviðri. Veiðifélag Mývatns bauð gestum upp á að prófa dorgveiði og mættu um 150 manns á þann viðburð, en dorgveiði er órjúfanlegur hluti af sögu og tilveru Mývetninga. Vart mátti á milli sjá hvort skemmtu sér betur börn eða fullorðnir úti á ísnum í glampandi sól með kakó – eða kaffibolla.

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands fór fram hjá Snow dogs í Vallholti í Þingeyjarsveit og var mikið fjör í tengslum við það, keppnin spennandi og alltaf vinsælt að fá að klappa hundunum aðeins.  

Þeir eru fallegir hundarnir. 

Pappakassinn sló í gegn

Nýr dagskrárliður, Pappakassinn, var haldinn í fyrsta sinn nú í ár og sló rækilega í gegn. Gengur sú keppni út á að hanna og byggja sleða úr bylgjupappa, límbandi og lími og renna sér niður brekku á skíðasvæðinu við Kröflu. Keppt var í ýmsum flokkum, m.a. um flottasta sleðann og þann hraðasta sem og skemmtilegustu liðsstemninguna. Lögðu keppendur mikinn metnað í sleðana og varð úr hin besta skemmtun þannig að þessi liður Vetrarhátíðar verður örugglega fastur liður Vetrarhátíðar.

Rúsínan í pylsuendanum var þegar fyrsta umferð í Íslandsmótinu í snjókrossi var haldin og sýndu keppendur virkilega góða takta á sleðum sínum. Gestir voru hvattir til að taka með sér gönguskó og skíði og njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða á sínum forsendum og sjá mátti fólk á ferðinni á skíðum sínum að njóta náttúrunnar og upplagt eftir vel heppnaða skíðaferð að skella sér í jóga og slaka síðan á í Jarðböðunum. 

Sigurvegarar í Pappakassanum. Gengur sú keppni út á að hanna og byggja sleða úr bylgjupappa, límbandi og lími og renna sér niður brekku á skíðasvæðinu við Kröflu.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.