Líf og fjör á handverkshátíð í Árskógum

Þessi fallegi útskurður er eftirmynd af styttu sem finna má í Brussel í Belgíu en þar stendur hún sem lögreglumaður í dulargervi sem gömul kona sem var raunin á tíma í borginni þegar lögreglan réðst í aðgerðir gegn vasaþjófum.
Dagana 11.–12. maí var haldin vegleg og skemmtileg menningar- og handverkshátíð að Árskógum í Seljahverfi í Breiðholti þar sem hannyrða- og smíðalistaverk eldri borgara voru til sýnis. Fjölmargir lögðu leið sína til að líta á herlegheitin en til viðbótar við sýninguna var einnig menningardagskrá í boði fyrir gesti og gangandi.