Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Laugardalshólar
Mynd / úr einkasafni
Bóndinn 24. október 2019

Laugardalshólar

Ábúendur á Laugardalshólum flytja þangað árið 1998 og koma inn í búskapinn.

Þá voru þau bara með sauðfé og hross. Haustið 2016 var byrjað á endurbótum á fjósi og því breytt í kálfafjós og fyrstu kálfarnir settir þar inn vorið 2017.

Þau eru að standsetja verslun í bílskúrnum hjá sér og munu þar selja vörur beint frá býli, vonandi nú í október.

Sama ætt hefur búið á Laugardalshólum síðan um árið 1710.

Býli: Bærinn heitir Laugardalshólar. 

Staðsett í sveit: Í Laugardal í Bláskógabyggð.

Ábúendur: Ábúendur eru Jóhann Gunnar Friðgeirsson og Heiða Björg Hreinsdóttir. Einnig býr þar Friðgeir Smári Stefánsson sem er faðir Jóhanns.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum 5 börn, 4 dætur og son sem býr hér ásamt unnustu og 2 börnum þeirra. Tvær dætur eru ennþá heima og eldri tvær stunda nám í HÍ og búa í Mosfellsbæ.

Stærð jarðar? Jörðin er um 1.200 ha.

Gerð bús? Nautaeldi, sauð­fjár­búskapur.

Fjöldi búfjár og tegundir? 105 nautgripir, 100 vetrarfóðraðar kindur og 25 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Gegningar byrja klukkan sex á morgnana og svo klukkan átta fer Jóhann að vinna í múrverki, hann er múrarameistari með eigið fyrirtæki.
Svo eru gegningar aftur seinni­partinn. Friðgeir og Heiða vinna ýmis störf sem til falla yfir daginn, mismunandi eftir árstíðum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest verk skemmtileg en upp úr standa sauðburður, smalamennskur og fjárrag á haustin.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sjáum fyrir okkur að við verðum búin að bæta í nautgriparæktina en svipaður fjöldi verður vonandi af sauðfé.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þakklát því fólki sem gefur sér tíma að vinna að þeim málum.

Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Vel, sjáum fullt af tækifærum fyrir íslenskan landbúnað í framtíðinni.

Hvar teljið þið að helstu tæki­færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjötið og mjólkur­vörurnar.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, egg, ostur, skyr og rjómi.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjötið og grillaðir hamborgarar.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er líklega þegar kom að þeim tímapunkti að setja fyrstu kálfana okkar í nýuppgert fjósið.

Friðgeir Smári Stefánsson.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...