Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lambakótelettur og ristað blómkál
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 1. október 2021

Lambakótelettur og ristað blómkál

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Nú er sláturtíð og ef fólk á ber í frysti er hægt að gera veislu með hjálp frá náttúrunni og tilvalið að setja lambakjöt á matseðillinn.

Ekki skemmir að kryddleggja það og framreiða með nóg af grænmeti og kartöflum. Hægt er líka að breyta til með því að nota kalkúnalæri, íslenskt haustgrænmeti eða góða íslenska sveppi – og jafnvel villisveppi ef það hefur verið tími fyrir sveppamó.

Lambið
  • Um fjórar 200 g hreinsaðar
  • lambakótelettur (kóróna)
  • 2 tsk. fínt rifinn sítrónubörkur
  • 11/2 tsk. saxað rósmarín
  • 1 hvítlauksrif, saxað
  • Nýmalaður pipar
  • 100 ml auk 1 msk. ólífuolíu
  • 2 msk. ferskur sítrónusafi
  • 200 g nýtt grænmeti
  • 200 g villisveppir

Aðferð

Blandið sítrónusafa, sítrónuberki, rósmarín og hvítlauk í matvinnsluvél. Bætið við olíu og kryddið. Marinerið lambasteikina í að minnsta kosti 10 mínútur.

Steikið á pönnu með grænmeti og sveppum í um 4 mínútur á hvorri hlið (miðlungs elduð). Færið pönnuna í ofn eða á ofnfast fat í 5 mínútur og berið fram.

Ristað blómkál og kalkúnalæri með parmesanosti
  • 3 kalkúnalæri úrbeinuð (u.þ.b. 700 g)
  • 2 msk. ólífuolía, skipt
  • 1 haus blómkál (um það bil 1 kg), snyrt, brotinn í stóra bita
  • 80 g smjör
  • 40 g brauðmylsna
  • 1 tsk. nýmalaður svartur pipar
  • 1/3 bolli (25g) fínt rifinn parmesan
  • 1 msk. fínsöxuð fersk steinselja

Aðferð

Setjið ofngrindina í miðju ofnsins. Hitið ofninn í 230 gráður.

Í stórri skál, setjið kalkúnalæri penslað með 1 msk. olíu. Kryddið með salti. Færið á bakka. Eldið og snúið til hálfs í eldun, í 20 mínútur. Eða þar til er eldað í gegn.

Setjið blómkálið í stóra skál með 1 matskeið olíu.

Kryddið með salti. Bætið blómkáli við bakkann, því sem eftir er. Eldið með kalkúninum í 15 mínútur eða þar til blómkál er meyrt og karamelliserað.

Á meðan, í meðalstórri pönnu, eldið smjörið, hrærið yfir miðlungs hita í 3 mínútur eða þar til það er ljósbrúnt á litinn. Hrærið brauðmylsnu og pipar saman við, ef það er notað, og setjið til hliðar.

Setjið kalkúnalæri og blómkál í stórt fat. Veltið upp úr brúnuðu smjöri, ristaðri brauðmylsnu og stráið parmesan og steinselju yfir.

Skylt efni: lambakjöt

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f